Sjöundi dagur í hlaupafríi og örlögin hafa hagað því þannig að ég einbeiti mér eingöngu að sundinu þessa dagana. Búin að fara daglega í þessari viku og komin í 4,6 km (sennilega meira en samanlagt á síðustu tveim árum...:). Sundæfing í kvöld og ég hlakka til. Á eftir að rifja upp gömul kynni við bakkann en í dag á að byrja á teygjum á bakkanum. Í minningunni var ég mest upp á bakkanum hjá honum Mads þarna fyrir fjórum árum þegar ég fór að læra skriðsund, jæks hvað ég var oft við það að gefast upp.
Í dag þakka ég fyrir að hafa byrjað að synda undir leiðsögn frá upphafi og þannig lært strax réttan grunn. Núna er þetta bara spurning um að tweek-a til hitt og þetta og koma sér í æfingu. Ég læri heilmikið af því að skoða efni eins og þetta á netinu, sé fyrir mér hreyfingarnar í vatninu og ég reyni núna að hugsa þetta svolítið eins og dans. Humma meira að segja eitthvað lag til að halda taktinum. Ekkert erfitt, bara gaman og á pottþétt eftir að nýtast í framtíðinni og þeim ævintýrum sem bíða þar.
Í dag þakka ég fyrir að hafa byrjað að synda undir leiðsögn frá upphafi og þannig lært strax réttan grunn. Núna er þetta bara spurning um að tweek-a til hitt og þetta og koma sér í æfingu. Ég læri heilmikið af því að skoða efni eins og þetta á netinu, sé fyrir mér hreyfingarnar í vatninu og ég reyni núna að hugsa þetta svolítið eins og dans. Humma meira að segja eitthvað lag til að halda taktinum. Ekkert erfitt, bara gaman og á pottþétt eftir að nýtast í framtíðinni og þeim ævintýrum sem bíða þar.
Fólk keppist við að senda mér eitthvað fyndið efni í kjölfarið á stóru Ironman umræðunni. Vinnufélagi minn benti mér t.d. á þessa frábæra og hagkvæmu leið til að verða alvöru Iron man og n.b. kostar bara 3690,- Konan þarf ekki einu sinni að vita af þessu!
Annars er ég nú meira fyrir þetta :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli