31. ágú. 2010

Að vera eða ekki vera...

Ironman!  Ja, hérna hér.  Enn einu sinni hefur mér tekist að gera allt vitlaust í þríþrautarheiminum, þetta er ekki einleikið.  Í þetta sinn voru það pælingar mínar um það hvort það væri hægt að kalla sig 'Ironman' án þess að taka þátt í keppni sem tilheyrir 'Ironman' seríunni.  

Ég hafði bara aldrei pælt í því áður og vissi ekki einu sinni að það væri til sérstakar Ironman keppnir og svo aðrar sem ekki tilheyrðu seríunni og hvaða keppnir tilheyrðu hverju...  Heyrði það fyrst um þetta talað í kjölfarið á Challenge Copenhagen.  Þegar ég fór að lesa þríþrautarreglurnar þá sá ég að það eru bara ákveðnar keppnir sem fá að nota orðið 'Ironman', það hafði ég ekki hugmynd um.   Mér fannst samt fínt að komast að því núna af því að ég held að mig langi frekar til að taka þátt í Ironman sem tilheyrir Ironman seríunni en ekki, það er nú allt og sumt.  Ég held að það séu líka fleiri sem eru að spá í þetta fyrir sig persónulega og geta þá tekið upplýsta ákvörðun um hvernig keppni þeir vilja taka þátt í.

Ironman er semsagt skrásett vörumerki en í þríþrautarsamfélaginu tíðkast það að kalla þá sem lokið hafa sambærilegri þraut líka Ironman.  Það er bara fínasta mál, hver sem er má kalla sig hvað sem er fyrir mér og mér finnst alveg óborganlegt að lesa þessa færslu og komment.  

Ég var bara pínulítið að leika mér með þessa hugsun eins og mismuninum á að taka þátt í þríþraut í Ólympískri vegalengd og að taka þátt í þríþraut á Ólympíuleikunum.  Smá munur :)   Ég hef sjálf aldrei tekið þátt í Ironman eða Ironman vegalengd og þekki ekkert hefðirnar.  En fjandinn hafi það, ég má nú alveg spá í þetta án þess að fólk missi sig.   

Hvernig í ósköpunum ætti það að vera 'mér í hag' að allar keppnir í Ironman vegalengd séu ekki titlaðar Ironman keppnir!!!  Það er mér barasta mjög mikið í óhag þar sem það fækkar heldur betur þeim keppnum sem maður gæti, ef til vill, einhvern daginn (ef maður er rosa duglegur að æfa) farið í og fengið bol sem stendur á Ironman og er með Ironman logoinu.  Mig langar í þannig!   Mér er slétt sama hvað aðra langar í og hvað þeir kalla sig, í alvöru talað krakkar.  

Að varpa fram spurningu á alls ekkert skilið við augljósar rangfærslur og hvernig í ósköpunum geta þessar pælingar verið annað hvort 'hálf fullt eða hálf tómt glas'.  Ég á ekki eina einustu krónu með gati.

Ég myndi barasta ekkert vera að lesa mínar pælingar ef mér fyndist þær algjört bull og ég færi alveg í flækju í hvert sinn sem ég opnaði munninn um eitthvað málefni, sem er svo sannarlega verið að ræða út um allt og pískra um í skúmaskotum.  Suss þvílík tímasóun, í guðanna bænum farið bara frekar á æfingu, plís!

Eða er kannski málið að pæla í því af hverju þetta er svona svaðalega viðkvæmt...  Hmfff...

  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli