Er búin að vera að reyna að hafa mig í það að taka ákvörðun um að æfa sund í vetur. Ég mikla sundið alltaf fyrir mér, finnst erfitt að koma mér af stað og sé mig fyrir mér skjálfandi á bakkanum... Ég tók til fötin mín í gærkvöldi, setti fram allt dótið og stillti vekjarann á 6:10. Ég sagði nú samt bónda mínum áður en ég fór að sofa að stefnan væri að fara, ég myndi svo sjá til þegar ég vaknaði.
Ég vaknaði áður en klukkan hringdi og var bara spræk. Þegar á hólminn var komið var þetta ekkert mál, sturturnar eru góðar og það er hlýtt og fínt inni í Laugardalslauginni. Ég held ég hafi ennþá verið að jafna mig á námskeiðinu í vetur í Breiðholtslauginni en þá vorum við úti í brunagaddi, kvöld eftir kvöld og ekkert nema vonlausar kaldar sturtur á eftir. Það glömruðu í manni tennurnar og það er fátt sem mér er eins illa við og að vera kalt.
Mér finnst alltaf gaman að synda þegar ég er komin af stað, maður nær einhvern veginn stóískri ró í vatninu, svona einn með sjálfum sér. Remí er frábær þjálfari og það er svo miklu skemmtilegra að brjóta upp sundið með sprettum og drillum. Synti 1800 m og kom upp úr endurnærð og mótiveruð fyrir veturinn en það verða æfingar tvisvar í viku fram á sumar.
Verð að skella inn einni krúttlegri mynd í lokin. Lilja fékk Katrínu vinkonu sína í heimsókn um daginn og þær klæddu sig upp í ballerínukjóla. Þórólfur spilaði svo undir á píanóið meðan þær dönsuðu. Alveg með taktana á hreinu...
Þær voru orðnar þvílíkt ringlaðar, alveg kostulegt að sjá mína :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli