Eins og það var erfitt að hugsa til þess að nú væri sumarfríið á enda, þá er það nú þannig að mér líður alveg ótrúlega vel í minni hversdagslegu rútínu. Mér finnst gott að vakna snemma og hoppa spræk fram úr rúminu á morgnana. Ég rétt gef mér tíma til að bursta tennurnar áður en ég hendist í hjólagallann og skelli á mig bakpokanum með fötum sem ég er búin að taka til kvöldið áður. Svo vel ég mér skemmtilega og fallega leið í vinnuna og fæ fullan skammt af súrefni og endorfíni á leiðinni. Eldsnögg í sturtu og útbý hafragraut í kaffistofunni. Einn tvöfaldur kaffi latte úr bestu kaffivél bæjarins og það er sama hvað dagurinn ber í skauti, ég er tilbúin!
Ég þrífst best á því að hafa hreyfinguna og matarræðið í föstum skorðum og núna fyrstu dagana eftir frí líður mér eins og ég sé í náttúrulegu detoxi! Síðustu dagarnir í fríinu eru nefnilega þannig að maður 'slædar...' aðeins út af beinu brautinni, einn ís hér og annar þar, aðeins meira á diskinn hér og desert á miðvikudegi... Það er nú einu sinni sumarfrí og bráðum er það búið. Það góða er að ég er algjörlega undirbúin undir þessi frávik og veit hvernig ég á að bregðast við og lendi þar af leiðandi ekki í stórum vandræðum.
Vinnufélagarnir gera grín af mér þegar ég tala um að losa mig við aukakílóIÐ eftir sumarsukkið en mér er dauðans alvara, það fær ekki að vera hjá mér í meira en eina, tvær vikur max. Þegar maður tekur til hjá sér jafn óðum, þá er í fyrsta lagi aldrei mikið drasl hjá manni og svo er maður ekkert lengi að því!
Vinnufélagarnir gera grín af mér þegar ég tala um að losa mig við aukakílóIÐ eftir sumarsukkið en mér er dauðans alvara, það fær ekki að vera hjá mér í meira en eina, tvær vikur max. Þegar maður tekur til hjá sér jafn óðum, þá er í fyrsta lagi aldrei mikið drasl hjá manni og svo er maður ekkert lengi að því!
Ég held meira að segja að 'dásama rútínuna' færslan sé orðin að rútínu...
Framundan eru skemmtilegir tímar. Ég er komin í hörku hlaupaform aftur og það er gaman á æfingum. Á laugardaginn ætla ég að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum, 75 km í Hvalfirðinum og svo er það Reykjavíkurmaraþon helgina þar á eftir. Við ætlum öll að taka þátt, við Þórólfur hlaupum hálft maraþon, Gabríel hleypur 10 km og Lilja tekur þátt í Latabæjarhlaupinu.
Í ár ætla ég að hlaupa til styrktar Drekaslóð sem eru ný samtök sem vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra. Það er alltaf erfiðast að koma sér af stað í nýjum verkefnum, hvort sem það er hlaup, matarræði eða önnur verkefni eins og þetta, þess vegna langar mig til að styðja við bakið á þeim að þessu sinni. Ef þið hafið áhuga á að styrkja þetta málefni þá getið þið heitið á mig með því að smella á þessa slóð: Hlaupastyrkur fyrir Drekaslóð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli