Mér þykir óendanlega vænt um börnin mín, ég þarf ekkert að taka það fram. Samt sem áður, þá fer dágóður tími í það að skamma þau fyrir eitthvað. Ég skamma þau og reyni að beina þeim í rétta átt, af því að mér þykir svo vænt um þau. Þau efast ekki um að ég elski þau, jafnvel á meðan ég er að skammast...
Ég var eignilega aldrei skömmuð (sorrý mamma :) og komst upp með allan andsk... Ekki var það verra, að ef einhver ætlaði sér að segja eitthvað þá gat ég alltaf notað það að ég átti fjóra eldri bræður, sem örugglega höfðu gert eitthvað verra en ég. Ég hef aldrei efast um ást foreldra minna á mér. Ég held samt að það hefði verið betra ef ég hefði verið skömmuð þegar við átti. Það hefði sennilega sparað mér svona milljón mistök sem ég átti eftir að gera í framtíðinni.
Mér þykir óendanlega vænt um allt það góða og óeigingjarna starf sem frumkvöðlar í íþróttum á Íslandi hafa lagt af mörkum. Ég dáist af dugnaði og eldmóði þeirra einstaklinga sem standa í femstu víglínu. Ég er svo þakklát fyrir að fá að taka þátt í viðburðum sem verða að veruleika, einmitt vegna þessa fólks, frumkvöðlanna og sjálfboðaliðana sem leggja á sig ómælda vinnu til að gleðja aðra.
Þegar ég velti því fyrir mér hver stendur algjörlega upp úr hvað þetta varðar, í heimi þríþrautarinnar, þá þarf ég ekki að hugsa mig lengi um. Það er ritarinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli