Við lögðum í hann til Youngstown um hádegisbil á þriðjudeginum. Lawrence hafði farið með Gabríel í klippingu um morguninn og hann var búin að dressa piltinn upp frá toppi til táar fyrir afmælisveisluna. Við vissum ekkert við hverju við mættum búast og það var skrýtin tilfinning að renna í hlað hjá ömmu Sharon.
Amma Sharon á heima í stóru fallegu húsi í rólegheita hverfi, leikvöllur beint á móti og fólk á vappinu. Um leið og við komum rauk hún upp um hálsinn á okkur mömmu og þakkaði okkur fyrir að hafa komið með ömmustrákinn hennar í heimsókn. Hún var pínu stressuð eins og við og dró okkur inn í betri stofuna til að spjalla aðeins. Við vorum ekki lengi að ná saman, hún er sem sagt gamall spretthlaupari, hörkuflott pía í toppformi, sem hefur áhuga á sporti og góðu matarræði :)
Húsið hennar ömmu Sharon
Hún var búin að hreinsa allt út úr bílskúrnum hjá sér og koma fyrir langborðum, 20 helíum blöðrum, Happy Birthday borðum, hljóðkerfi og svona nammi pinadas. Hún var líka búin að hengja stóran hvítan dúk upp á einn vegginn þar sem allir gestirnir gátu skrifað kveðju til Gabríels og svo fékk hann dúkinn með sér heim. Það voru grillaðar pylsur og hamborgarar ofan í allt liðið og svo fengum við ekta 'soul food chicken wings' og einhverja baunakássu með. Lawrence hafði pantað risastóra körfubolta afmælisköku í desert og ís fyrir alla. Það voru svona 50 til 60 gestir, allt ættingjar Gabríels eða nánir vinir fjölskyldunnar.
Amma Sharon sker afmæliskökuna fyrir Gabríel
Sharon er 57 ár og hún á 6 uppkomin börn og 22 barnabörn. Eftir að hafa komið sínum börnum á legg þá hefur hún tekið að sér að hugsa um 4 af barnabörnunum sínum (2-10 ára) en hún vinnur við að umönnun á þroskaheftum. Fyrir tæpum 12 árum ættleiddi hún litla stelpu sem átti ekki í nein önnur hús að venda (barn vinkonu dóttur hennar) en móðirin gat ekki séð um hana vegna eiturlyfjaneyslu. Stelpan fæddist mikið veik og er með Cerebral palsy sem lýsir sér í mikilli hreyfihömlun og hún getur ekki talað, en skilur allt sem maður segir. Hún var svo hænd að okkur mömmu, knúsaði okkur í bak og fyrir við hvert tækifæri.
Zaiarah og mamma
Larry afi hans Gabríels var svolítill labbakútur í gamla daga og hann á 16 börn! Það eru 30 ár eða svo síðan þau skildu en hann var mættur galvaskur og allt í góðum gír. Hann knúsaði okkur kellurnar og maður sá hvað honum þótti vænt um að hitta afa strákinn sinn.
Krakkarnir að ná sér í nammi eftir að búið var að slá köttinn úr tunnunni
Systur hans Lawrence eru alveg einstaklega iðnar við kolann í barneignum... Tiffany, elsta systirin er ólétt af sínu sjötta barni, Shannon á þrjú og Brandy á fimm! Við erum að tala um rétt þrítugar skvísur. Elsti bróðir hans Lawrence, Uncle Ray var sá eini sem var barnlaus á svæðinu en hann á kærustu og ég er ekki frá því að það var komið heilmikið eggjahljóð í hann. Hann sá ekki sólina fyrir litla frænda sínum frá Íslandi og var alsæll 'to have a grandma in Iceland'. Við hittum líka Uncle Ricky, bróður hennar Sharon, en hann var sá sem fékk fyrsta símtalið frá Íslandi um að strákurinn væri fæddur, sérstaklega gaman að hitta hann.
Uncle Ray og uncle Ricky
Í stuttu máli þá var þetta mjög vel heppnað og við eignuðumst á einu bretti heilan helling af frænkum og frændum og öllum fannst gaman og spennandi að eiga fjölskyldu á Íslandi og við eigum von á heimsókn frá fleiri en einum ættingja í kjölfarið á þessari heimsókn okkar.
Skemmtileg saga og þetta hefur örugglega verið skemmtileg ferð. Þessi Amma Sharon er greinilega hörku kerling.
SvaraEyðaCP er ein algengasta heilalömun hjá fólki og eru margir íslendingar sem eru með CP. www.cp.is er félag CP á Íslandi - erum einmitt að safna hlaupurum fyrir okkur í Reykjavíkur marathoninu ;p
Bkv. Magnea (hans Arnars Freys)
Þá hleyp ég fyrir þá í Reykjavíkur maraþoni, ekki spurning!
SvaraEyðaVoðalega er skemmtilegt að sjá og lesa ferðasöguna Eva. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ekki verra að eignast fullt af frændfólki og vinum á einu bretti
SvaraEyðaMjög gaman að lesa þetta. Gabríel á greinilega flotta fjölskyldu þarna úti - sérstaklega ömmuna sem kallar greinilega ekki allt ömmu sína (ha ha). Annars ætlaði ég bara að segja að mér finnst vera kominn tími á hitting...svona einhvern tímann þegar við erum báðar í bænum :)
SvaraEyða