Þetta fer nú að verða pínlegt fyrir mig. Það sem ég hélt að væru þríþrautarreglurnar sem styðjast átti við fyrir hálfa járnkarlinn og ég tala um að ég hafi lesið áður en ég skráði mig á sínum tíma, voru alls ekki þríþrautarreglurnar sem giltu fyrir hálfa járnkarlinn!
Nú er ég búin að fá það á hreint og er fróðari fyrir vikið. Mér til afsökunar er þá helst að að færslan sem ég vitna í var birt á triathlon.is þar sem upplýsingar um keppnina var að finna og hafði titilinn Þríþrautarreglur.
Þrátt fyrir að vera hvött í þessum litla pistli til að kynna mér þessar reglur fyrir næstu þraut, þá hefði ég að sjálfsögðu átt að skilja að það var bara mér til gamans, en ekki af því að það ætti að fara eftir þessum reglum. Bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessu upphlaupi mínu og skammast mín.
Hvað er þetta með mig og sumarfrí, þarf ég alltaf að gera allt vitlaust!!! Oh... well :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli