Við hjónin fórum með litlu skottuna okkar í labbitúr á Laugaveginn í gær. Við gengum framhjá listamanni sem sat og málaði kaffimyndir fyrir utan gallerí. Lilja var alveg heilluð og spurði hann spjörunum úr og hann var svo vingjarnlegur og góður við hana. Hann vildi vita hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði stór og það stóð ekki á svari: Söngkona. Viltu syngja fyrir mig lag? Við ætlum fyrst að fara á kaffihús, svo skal ég koma aftur og syngja fyrir þig lag. Mér fannst myndirnar flottar og sérstaklega skemmtilegt að hann málaði þær á hvolfi. 'Ertu alltaf svona öfugsnúinn?' Já, ég geri eiginlega allt öfugt, byrja á endinum og svoleiðis... Við fórum á Súfistann og ég prófaði Soja Latte í fyrsta sinn og líkaði vel. Á bakaleiðinni fann Lilja málarameistarann sinn, settist þétt við hliðina á honum, söng fyrir hann Krummi krúnkar úti og knúsaði hann svo bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli