Oft og mörgum sinnum á lífsleiðinni verður maður vitni af einhverju sem maður telur óréttlátt. Í flestum tilfellum þá lætur maður sér nægja að hugsa um, ræða eða jafnvel koma á framfæri sinni skoðun á málinu. Í fæstum tilfellum er maður tilbúin að leggja fram kæru vega atvika sem særa réttlætiskennd manns. Hvers vegna? Jú, atvikið þarf að skipta mann verulega miklu máli persónulega til þess að maður leggi á sig að fara í gegnum það ferli og öllu sem því fylgir að leggja fram ákæru. Maður þarf að undirbúa sig bæði með gögnum og brynja sig fyrir alls kyns áreiti og það krefst mikillar vinnu og maður þarf að hafa sterk bein þegar þeir sem ákærunni er beint að taka til varna, já oft með dylgjum um hvaða hvatir liggja að baki ákvörðuninni o.s.frv. Þannig að flest af því sem maður upplifir sem óréttlæti er einfaldlega ekki þess virði að maður leggi það á sig og sína.
Ég var því mjög fegin að sleppa við að fara í gegnum það ferli þegar mér fannst ég upplifa óréttlæti í tengslum við Ólympísku þríþrautina í sumar. Ég gat meira að segja haft húmor fyrir ferlinu þar sem, í hvert skipti sem ég kíkti á úrslita síðuna (sem ég gerði nokkrum sinnum í kjölfar keppninnar) þá færðist einn keppandinn niður um sæti, án skýringa eða útlistuðum tímum sem bætt var við sem víti (time penalty) og þegar ég skoðaði síðuna í síðasta sinn, eftir að hafa fengið fréttir af DQ þá var nafn keppandans algjörlega horfið af síðunni. Mér fannst það pínu asnalegt og ekki í samræmi við það sem gerist annars staðar en alls ekkert til að tuða yfir. Tilgangnum var náð og ég nennti ekki að spá meira í þetta. Ég var ánægð með að þurfa ekki að kæra atvikið til þess að réttlætinu væri fullnægt! Sem dæmi um hversu varlega til jarðar maður skyldi stíga þá var upprifjun mín á þessu listaflakki og uppgufun, allt í einu að áskökun!
Mér finnst bara alveg sjálfsagt að láta vita, ræða um, velta fyrir sér málunum ef svona vafa (eða ekki vafa!) atvik koma upp og helst af öllu eiga þá þeir sem bera ábyrgð (t.d. mótshaldarar) á viðkomandi atburðum að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta mistökin. Mér finnst alls ekki að það sé einhver forsenda þess að maður fái að lýsa skoðun sinni, að maður þurfi jafnframt að vera tilbúin að kæra!
Í Akureyrarmálinu frá því í fyrra þá var það nóg að umræða fór af stað, mótshaldarar tóku málið upp og í framhaldinu var úrskurðað og úrslit leiðrétt. Í máli Ólympísku þríþrautarinnar hér að ofan var það líka nóg. Við ritarinn skiptumst á skoðunum og athugasemdum í gær og þá benti ég honum á annað mál sem var eitt af þessum, æiiii ég nenni þessu ekki, skítt með það... En hér kemur sagan:
Ég var skráð í Halfan járnkarl í Hafnarfirðinum sem fram fór núna í sumar. Ég gat ekki tekið þátt vegna handa meiðsla en var búin að skrá mig og í skráningarferlinu var vísaði í þær reglur sem styðjast átti við (frá U.S.A.). Ég las reglurnar yfir og þær eru að mínu mati bæði góðar og mjög skýrar. Nú tók ég ekki þátt eins og ég segi í keppninni og var á keppnisstaðnum í ca. 10 mínútur samtals vegna þess að Lilja var sofandi út í bíl og ég vildi ekki skilja hana lengi eftir eina. Á þessum 10 mínútum sá ég strax keppanda, sem svo skemmtilega vill til að er sami keppandi og var DQ í ÓL þrautinni, brjóta reglu sem er mjög skýr í U.S:A. reglunum sem vísað var í.
Í kaflanum um almennar reglur í þríþraut:
i. Unauthorized Accessories. No participant shall, at any time during the event, use or wear a hard cast, headset, radio, personal audio device, or any other item deemed dangerous by the Head Referee. Any violation of this Section shall result in a variable time penalty.
b. Variable Time Penalties. A "variable time penalty" as used in these Rules shall mean a time penalty that varies in accordance with the distance category of the event, as defined by the length of the cycling course. The variable time penalty for each of the distance categories shall be the following:
Cycle Course 50K to 100K
4:00 minutes
8:00 minutes
Disqualification
Sérstaklega undir reglunum um Running Conduct er kaflinn endurtekinn:
6.3 Permitted and Illegal Equipment. Any participant who at any time wears or carries a headset, radio, headphones, personal audio device, or any other item prohibited by Section 3.4(i) shall be subject to a time penalty. A participant may carry a water bottle on the run portion of the course, provided that such container is not made of glass. Glass containers are prohibited.
Nú af því við ritarinn vorum að skiptast á skoðunum í gær þá benti ég á þetta í gamni, þá hafði ég (í gær n.b. en ekki fyrr) líka gefið mér nokkrar mínútur til að skoða myndir frá keppninni og sá að alla vega fjórir keppendur brutu greinilega þessa reglu, það er skýrt á fjölmörgum myndum. Ritarinn hvatti mig til að kæra eða senda inn ábendingu en það er bara ekki þess virði fyrir mig, ég nenni ekki að standa í því. Það þýðir ekki að mér þyki þetta í lagi, sér í lagi þar sem keppnin var Íslandsmeistaramót í vegalengdinni. Ég hefði að öllum líkindum látið í mér heyra ef nýr og glæsilegur Íslandsmetahafi, hefði gert eitthvað viðlíka, en svo var ekki!
Ég velti nú samt aðeins fyrir mér af hverju ekkert var sagt eða gert við þessum brotum og datt í hug nokkrar skýringar... Gat verið að starfsmenn keppninnar þekktu ekki reglurnar? Keppendur hlupu ítrekað í gegnum skiptisvæðið á hlaupaleiðinni framhjá fjölda starfsmanna... Það eru tugir mynda til af keppendum, hafi enginn starfsmaður áttað sig á þessu í keppninni sjálfri þá var ekki um að villast á öllum myndunum sem eru til.
Nú í kjölfarið á þessu spjalli okkar er komin yfirlýsing síðu Þríþrautarsambands Íslands.
Finnst mér í lagi að það hafi verið tekin ákvörðun af mótshaldara fyrir keppnina að leyfa einhverjum þátttakendum að brjóta þessa reglu sem skýrt er kveðið á um í reglunum sem vísað er til við skráningu á keppninni? Öhhhh... ég nenni nú ekki einu sinni að svara þessu sjálf... Bíddu nú við, já af því það voru svo fáir með og af því að þrautin var svo ofsaleg löng... Prumpufýla...
Finnst mér í lagi að það hafi verið tekin ákvörðun af mótshaldara fyrir keppnina að leyfa einhverjum þátttakendum að brjóta þessa reglu sem skýrt er kveðið á um í reglunum sem vísað er til við skráningu á keppninni? Öhhhh... ég nenni nú ekki einu sinni að svara þessu sjálf... Bíddu nú við, já af því það voru svo fáir með og af því að þrautin var svo ofsaleg löng... Prumpufýla...
Mér er nú samt spurn, var öllum keppendum (ég var alla vega ekki látin vita, en eins og ég segi þá hætti ég við þátttöku) gert ljóst að ein af þeim reglum sem vísað var í fyrir keppnina skyldi ekki gilda og höfðu þar af leiðandi allir keppendur sömu möguleika á að nýta sér ólöglega hjálpartækið, í þessu tilfelli iPod? Fólk getur rétt ímyndað sér hvort það sé ekki auðveldara að hjóla í 3 klukkutíma með tónlist í eyrunum og hlaupa hálft maraþon án þess að þurfa að berjast við að hlusta á sínar eigin hugsanir, sem eru á þessum stað meira svona 'Af hverju í andsk...er ég að þessu'... Sem er að mínu mati stór hluti af því að sigrast á svona þraut.
ÞETTA ER EKKI ÁKÆRA, ÁSÖKUN EÐA ÁBENDING. ÞETTA ERU MÍNAR PÆLINGAR :)
P.s. Af fyrri reynslu þá hef ég ákveðið að ritskoða öll komment á þessar færslur og sennilega ekki birta neinar þeirra. Ég ræð hverjum ég býð heim til mín svo einfalt er það. Mér þykir samt gaman að sjá hvað fólki finnst og skemmtilegast af öllu finnst mér þegar einhver getur sett mál sitt svo vel fram að ég skipti um skoðun. Annars bendi ég fólki á að það eru fjölmargar síður með galopið athugasemdakerfi vilji einhver tryggja að skoðanir sínar verði birtar. Ég set ekki samasem merki á milli þess að hafa opið athugasemdakerfi og göfuglyndis.
P.s. Af fyrri reynslu þá hef ég ákveðið að ritskoða öll komment á þessar færslur og sennilega ekki birta neinar þeirra. Ég ræð hverjum ég býð heim til mín svo einfalt er það. Mér þykir samt gaman að sjá hvað fólki finnst og skemmtilegast af öllu finnst mér þegar einhver getur sett mál sitt svo vel fram að ég skipti um skoðun. Annars bendi ég fólki á að það eru fjölmargar síður með galopið athugasemdakerfi vilji einhver tryggja að skoðanir sínar verði birtar. Ég set ekki samasem merki á milli þess að hafa opið athugasemdakerfi og göfuglyndis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli