30. júl. 2010

Aftur á beinu brautina

Time to move on, eins og maður segir í Amríkunni og snúa sér að einhverju uppbyggilegu og skemmtilegu.

Við hjónin vorum að koma heim af 'Date Night-i'.  Í þetta skiptið fékk frumburðurinn að koma með okkur... Veit ekki hvað það segir um rómansinn hjá okkur, thí hí.  Fórum að sjá Inception, fannst hún bara nokkuð góð og var ánægð með endinn.  Við vorum búin að kaupa miða fyrirfram þannig að þegar bóndinn var eitthvað að reka á eftir mér, lét ég sem ég heyrði það ekki og fannst alveg nóg að mæta rétt fyrir átta.  Fékk að launum sæti á öðrum bekk og hálsríg.  Bað manninn minn vinsamlegast að minna mig rækilega á HVERS VEGNA við eigum að vera mætt tímanlega næst.  Við förum svo sjaldan á einhverjar vinsælar myndir að ég gleymi því á milli ferða!  

Hérna eru svo nokkrar myndir úr sumarfíinu okkar:

Með Mirru frænku í Tungudal
Baddi frændi bauð í bátsferð
Og svo veislu á eftir!
Gabríel okkar í Raggagarði í Súðavík
Í Vigur
Kærustuparamynd við Foss 
Á Rauðasandi
Látrabjarg í baksýn
Gabríel búin að finna sér leikfélaga í sjónum
Strákarnir sýna listir sínar í Kjarnaskógi...
... og Lilja horfir spekingslega á

Í heita pottinum hjá Orra frænda á Akureyri.

2 ummæli:

  1. Mikið er gaman að sjá ykkur Öll aftur. Næst Þegar ég hitti ykkur, ætla ég að hitta ykkur forever.

    Einsi

    SvaraEyða
  2. Sömuleiðis elsku bróðir minn. Var eins og að fá týnt púsl á sinn stað. Sé fyrir mér ótal góðar stundir i framtíðinni :)

    SvaraEyða