Ferðalagið frá Ohio var strembið. Við ákváðum að breyta aðeins planinu um heimferð og í stað þess að keyra hálfa leið tið NY á miðvikudag og rest á fimmtudags morgun (áttum flug klukkan 14) þá áttum eyddum við öllum miðvikudeginum í Ohio. Það þýddi að ég myndi keyra í 10-12 tíma beina leið út á flugvöll, alla nóttina. Við lögðum af stað hálf tíu um kvöldið og komum á bílaleiguna á JFK hálf ellefu morguninn eftir. Ég lagði mig tvisvar á leiðinni í svona korter á einhverjum bensínstöðvum, til að vera ekki hættuleg í umferðinni. Erfiðasti tíminn var milli 1 og 4, þá var ég alveg að farast úr þreytu enda búin að vera vakandi frá því 7 um morguninn.
Mikið var ég glöð að komast í sætið mitt í flugvélinni og fá að sofna loksins í nokkra tíma. Þórólfur kom og sótti okkur í Keflavík og það var frábært að sjá Gabríel hlaupa til hans og upp um hálsinn á honum og ekki verra að fá knús sjálf. Komum í hús eftir miðnætti og í bólið um klukkan 2. Vaknaði við koss á nebbann og svo kom annar á kinnina og hina og augun. Hún Lilja mín var ekki lítið glöð að sjá hana mömmu sína aftur. Hún var eins og ástfanginn unglingur allan daginn, strauk mér um kinnarnar og hjúfraði sig að mér. Mmmmmm....
Fyrsti dagurinn heima var viðburðarríkur og góður. Byrjaði daginn á hefðbundnu föstudags nuddi í morgunsárið og svo fékk góða heimsókn frá stóra bróður mínum sem ég hef ekki séð lengi. Samt eins og ég hafi séð hann í gær og pínulítið eins og að horfa í spegil. Lang og gott knús þar líka. Mmmmmm...
Þegar maður kemur heim til fólksins síns úr svona ferðalagi þá sest maður ekki við tölvuna strax, fyrst sinnir maður þeim sem söknuðu manns. Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég missti meðvitund hálf tíu og rankaði ekki við mér aftur fyrr en hálf ellefu í morgun!!! Við hjónin ætluðum út að hlaupa saman í morgun en Þórólfur tímdi ekki að vekja mig, sem betur fer, greinilega þurft á hvíldinni að halda. En ég á eftir að klára ferðasöguna, geri það líklega á morgun og svo ætla ég líka að setja inn fullt af myndum.
Set hérna nokkrar myndir af fyrri hlutanum, verð að halda smá spennu í þessu...:
Mikið var ég glöð að komast í sætið mitt í flugvélinni og fá að sofna loksins í nokkra tíma. Þórólfur kom og sótti okkur í Keflavík og það var frábært að sjá Gabríel hlaupa til hans og upp um hálsinn á honum og ekki verra að fá knús sjálf. Komum í hús eftir miðnætti og í bólið um klukkan 2. Vaknaði við koss á nebbann og svo kom annar á kinnina og hina og augun. Hún Lilja mín var ekki lítið glöð að sjá hana mömmu sína aftur. Hún var eins og ástfanginn unglingur allan daginn, strauk mér um kinnarnar og hjúfraði sig að mér. Mmmmmm....
Fyrsti dagurinn heima var viðburðarríkur og góður. Byrjaði daginn á hefðbundnu föstudags nuddi í morgunsárið og svo fékk góða heimsókn frá stóra bróður mínum sem ég hef ekki séð lengi. Samt eins og ég hafi séð hann í gær og pínulítið eins og að horfa í spegil. Lang og gott knús þar líka. Mmmmmm...
Þegar maður kemur heim til fólksins síns úr svona ferðalagi þá sest maður ekki við tölvuna strax, fyrst sinnir maður þeim sem söknuðu manns. Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég missti meðvitund hálf tíu og rankaði ekki við mér aftur fyrr en hálf ellefu í morgun!!! Við hjónin ætluðum út að hlaupa saman í morgun en Þórólfur tímdi ekki að vekja mig, sem betur fer, greinilega þurft á hvíldinni að halda. En ég á eftir að klára ferðasöguna, geri það líklega á morgun og svo ætla ég líka að setja inn fullt af myndum.
Set hérna nokkrar myndir af fyrri hlutanum, verð að halda smá spennu í þessu...:
Tilbúin í langferð í Keflavík
Gabríel tékkar á götudönsurum
Lalla frænka í New York
Og loksins kom amma til okkar!
Í Empire State, Chrysler byggingin í baksýn.
Mæðgurnar í heilsufæðinu á leiðinni til Ohio :)
Ontario 4th of July 5 k run
Engin ummæli:
Skrifa ummæli