Við hjónin fórum með litlu skottuna okkar í labbitúr á Laugaveginn í gær. Við gengum framhjá listamanni sem sat og málaði kaffimyndir fyrir utan gallerí. Lilja var alveg heilluð og spurði hann spjörunum úr og hann var svo vingjarnlegur og góður við hana. Hann vildi vita hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði stór og það stóð ekki á svari: Söngkona. Viltu syngja fyrir mig lag? Við ætlum fyrst að fara á kaffihús, svo skal ég koma aftur og syngja fyrir þig lag. Mér fannst myndirnar flottar og sérstaklega skemmtilegt að hann málaði þær á hvolfi. 'Ertu alltaf svona öfugsnúinn?' Já, ég geri eiginlega allt öfugt, byrja á endinum og svoleiðis... Við fórum á Súfistann og ég prófaði Soja Latte í fyrsta sinn og líkaði vel. Á bakaleiðinni fann Lilja málarameistarann sinn, settist þétt við hliðina á honum, söng fyrir hann Krummi krúnkar úti og knúsaði hann svo bless.
31. júl. 2010
30. júl. 2010
Aftur á beinu brautina
Time to move on, eins og maður segir í Amríkunni og snúa sér að einhverju uppbyggilegu og skemmtilegu.
Við hjónin vorum að koma heim af 'Date Night-i'. Í þetta skiptið fékk frumburðurinn að koma með okkur... Veit ekki hvað það segir um rómansinn hjá okkur, thí hí. Fórum að sjá Inception, fannst hún bara nokkuð góð og var ánægð með endinn. Við vorum búin að kaupa miða fyrirfram þannig að þegar bóndinn var eitthvað að reka á eftir mér, lét ég sem ég heyrði það ekki og fannst alveg nóg að mæta rétt fyrir átta. Fékk að launum sæti á öðrum bekk og hálsríg. Bað manninn minn vinsamlegast að minna mig rækilega á HVERS VEGNA við eigum að vera mætt tímanlega næst. Við förum svo sjaldan á einhverjar vinsælar myndir að ég gleymi því á milli ferða!
Hérna eru svo nokkrar myndir úr sumarfíinu okkar:
Með Mirru frænku í Tungudal
Baddi frændi bauð í bátsferð
Og svo veislu á eftir!
Gabríel okkar í Raggagarði í Súðavík
Í Vigur
Kærustuparamynd við Foss
Á Rauðasandi
Látrabjarg í baksýn
Gabríel búin að finna sér leikfélaga í sjónum
Strákarnir sýna listir sínar í Kjarnaskógi...
... og Lilja horfir spekingslega á
Í heita pottinum hjá Orra frænda á Akureyri.
28. júl. 2010
Hvað veldur?
Þegar ég lendi í ágreiningi eða einhverjum árekstrum í lífinu þá finnst mér nauðsynlegt að líta í eigin barm (sem er fljótgert í mínu tilfelli :) og skoða hvaða hvatir liggja að baki hjá mér. Oftar en ekki er nefnilega eitthvað annað undirliggjandi sem hefur kraumað lengi, sem brýst út, stundum við lítið tilefni og þá er gott að skoða það.
Af hverju er ég að argast út í Þríþrautarsambandið og ritarann, þegar eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að keppa í þríþraut. Eftir djúpa og heiðarlega sjálfsskoðun þá er niðurstaða mín sú að það er einkum tvennt sem triggerar þetta tuð í mér og þá er best að skrifta:
Á haustdögum kom til mín stjórnarmaður í Þríþrautarsambandinu (leiðrétting: þetta á að vera ÞríR sem tilheyrir Þríþrautarsambandinu núna ef ég skil þetta rétt, ég á erfitt með að finna upplýsingar um núverandi stjórnarmenn, bæði í ÞríR og þá Þríþrautarsambandinu) og spurði hvort ég ætlaði ekki örugglega að mæta á uppskeruhátíð þríþrautarmanna. Ég sagði, nei því miður, ég væri sama kvöld að fara á jólahlaðborð með bónda mínum og vinnufélögum hans. Stjórnarmaðurinn horfði djúpt í augun á mér og sagði: "Það á að tilnefna þríþrautarkonu ársins og þú verður að mæta!". Svo blikkaði hann mig. Ég hváði, nú já, ok, verð ég að mæta...? "Já, ekki spurning, þú verður að mæta", svaraði hann. Ja, ég var nú búin að vinna (að mig minnir) allar þrautirnar sem ég tók þátt í (hafði reyndar misst úr nokkrar þegar ég varð ófrísk og missti síðar fóstur) og já ég var tiltölulega nýbúin að setja nýtt Íslandsmet í hálfum járnkarli, hafði bætt það um hálftíma við erfiðar aðstæður... ja, svei mér þá, jibbííí...
Ég valhoppaði heim til mín og hvíslaði þessu að manninum mínum og kannski mömmu líka. Ég afboðaði mig á jólahlaðborðið og pantaði miða hjá Remi, um hæl. Svo hugsaði ég ekkert meira um þetta í bili. Eitthvað hef ég nú skynjað skrítið og mér fannst furðulegt að vera ekki látin vita formlega af þessu. Ég hringdi þess vegna í þennan stjórnarmann sama dag og uppskeruhátíðin fór fram og spurði hann hreint út. Ja, sko, hmmm... Það kom svolítið uppá, sagði hann. Það var nefnilega þannig að þegar kom að því að velja þríþrautarkonu ársins þá var stjórnin ekki sammála. Hluti (2) vildi að ég fengi titilinn en meirihlutinn (3) vildi að sú flotta íþróttakona sem varð svo fyrir valinu fengi titilinn. Rökstuðningurinn var að hin vel verskuldaða íþróttakona sem hlaut titilinn hafði sigrað í fleiri keppnum á tímabilinu (kepptum aldrei innbyrðis). Það sem mér fannst sérkennilegt var að í vali á þríþrautarmanni ársins var ákveðið að heiðra þann sem setti íslandsmet í hálfa járnkarlinum og sigraði þar, en ekki þann sem vann flestar þrautirnar. "Og ætlaðirðu ekkert að láta mig vita?". Ja, sko, ég má sko eiginlega ekkert tala um þetta áður en það er tilkynnt formlega...
Já, já, ég fékk kökk í hálsinn, sendi Remi póst með afboðun og afboðaði barnapíuna líka, því mig langaði ekkert til að fara á jólahlaðborðið svona leið og svekkt. Sennilega hef ég ekki alveg jafnað mig á þessum vonbrigðum og þess vegna auðveldara fyrir mig að gagnrýna störf þríþrautarfélaganna fyrir vikið. Þar hafið þið það og lái mér hver sem vill.
Hin ástæðan er af öðrum toga og ennþá persónulegri. Það var nefnilega þannig að ég las Dagbók ritarans daglega lengi vel. Fyrir nokkrum mánuðum hætti ég alveg að lesa hana á blogg rúntinum (sem er mjög lítill hjá mér n.b.). Og jú ég veit svo sem alveg af hverju, það var gælunafn ritarans á blautbúningnum sínum sem truflaði mig svona svakalega. Ég man að í fyrsta sinn sem ég las það, þá brá mér verulega við. Í annað sinn þá hugsaði ég með mér, er ég svona svakalega viðkvæm... og eftir nokkur skipti í viðbót hætti ég bara að lesa þetta hjá honum, til að forðarst að fá hnút í magann. Í dag sýndi ég syni mínum nokkrar af þessum færslum sem mér fannst truflandi og ræddi þetta við hann, spurði hann hvað honum fyndist eiginlega? Er þetta fyndið?, allt í lagi?, sniðugt?...
Mamma, þetta er fáránlegt!
En hér eru nokkur dæmi þar sem ritarinn tjáir sig um blautbúninginn sinn:
Þessi færsla....og þessi færsla, líka þessi hérna og meira að segja þessi líka. Já svo við tölum nú ekki um þessa, þessa, þessa og þessa... já, og að lokum þessa.
Ég ætla ekki að setjast í dómarastól og skera úr um hvort þetta gælunafn sé í lagi, til þess er ég sennilega allt of tengd málinu. Eina sem ég veit er að ég kann alls ekki við það og það hefur örugglega haft áhrif á það hversu fljótt ég stökk á tækifærið til að gagnrýna ritarann.
Mér fannst ég skulda ritaranum og Þríþrautarsambandinu skýringar og þetta er eins heiðarlegt uppgjör og ég er fær um.
Athugasemdakerfið er opið. Ég mun engu að síður áskilja mér rétt til þess að ritskoða og hafna færslum sem innihalda einhvern óþverra!
Mér fannst ég skulda ritaranum og Þríþrautarsambandinu skýringar og þetta er eins heiðarlegt uppgjör og ég er fær um.
Athugasemdakerfið er opið. Ég mun engu að síður áskilja mér rétt til þess að ritskoða og hafna færslum sem innihalda einhvern óþverra!
27. júl. 2010
Þríþrautarreglur
Þetta fer nú að verða pínlegt fyrir mig. Það sem ég hélt að væru þríþrautarreglurnar sem styðjast átti við fyrir hálfa járnkarlinn og ég tala um að ég hafi lesið áður en ég skráði mig á sínum tíma, voru alls ekki þríþrautarreglurnar sem giltu fyrir hálfa járnkarlinn!
Nú er ég búin að fá það á hreint og er fróðari fyrir vikið. Mér til afsökunar er þá helst að að færslan sem ég vitna í var birt á triathlon.is þar sem upplýsingar um keppnina var að finna og hafði titilinn Þríþrautarreglur.
Þrátt fyrir að vera hvött í þessum litla pistli til að kynna mér þessar reglur fyrir næstu þraut, þá hefði ég að sjálfsögðu átt að skilja að það var bara mér til gamans, en ekki af því að það ætti að fara eftir þessum reglum. Bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessu upphlaupi mínu og skammast mín.
Hvað er þetta með mig og sumarfrí, þarf ég alltaf að gera allt vitlaust!!! Oh... well :)
26. júl. 2010
Fullkomlega ófullkomin!
Ó hvað það er gott að vera ekki fullkomin, þvílíkt frelsi. Mér er sérstaklega minnistætt í fyrra, þegar allt fjaðrafokið var i gangi vegna Akureyrarmálsins. Þá kepptist fólk, margir fyrrum félagar og vinir, við að hringja í vinkonu mína og lýsa því fyrir henni hversu ómöguleg ég væri. Hún sagði hlægjandi við mig síðar: 'Og svo var fólk að reyna að sannfæra mig um hvað þú værir ófullkomin! Eins og ég viti það ekki manna best sjálf!'. Mér þykir óstjórnlega vænt um þessa vinkonu mína.
Ég fékk nokkur komment á síðustu færslur, alls ekki mörg, en eitt kommentið stóð algjörlega uppúr og fær þess vegna birtingu hér:
Sæl Eva
Ég var þátttakandi í sumarhlaupi Atlantsolíu og FH fyrr í sumar og þar gat ég ekki betur séð en að þú værir einskonar héri fyrir annan þátttakanda. Ég hefði vel þegið að hafa héra í þessu hlaupi þar sem ég var með ákveðið markmið í huga og héri hefði komið sér vel til að ná því örugglega. Veit ekki en þetta hlaup FH var vel skipulagt alvöru götuhlaup og datt mér ekki í hug að hafa héra með mér þar sem ég er svo prúð og fer eftir reglum ;-)
Nafnlaus
Gjörsamlega tekin með buxurnar á hælunum og allt út um allt... Þetta er nefnilega alveg hárrétt og ekki bara var ég sek um ólöglega héraþjónustu, heldur var ástæðan fyrir því að ég var ekki skráð í hlaupið, eigin hégómagirnd. Ég hafði nefnilega skráð mig í hlaupið nokkrum dögum fyrr, mætti svo á staðinn með bónda mínum, en eftir upphitun þá fann ég að ég var í engu formi til að hlaupa þetta hlaup á góðum tíma,. Ég var eitthvað þreytt og ómöguleg í fótunum, var að fara að keppa í þríþraut nokkrum dögum siðar og afskráði mig á síðustu stundu. Þegar ég var svo að vingsast í kringum startið sá ég vinkonu mína (sem eins og í Laugavegs málinu bað ekki um aðstoð) og ég hljóp með henni þessa 5 km. Við settum nú engin met, vorum ekki í verðlaunasæti og náðum reyndar ekki markmiðnum heldur, en það er önnur saga.
Ég hef nokkrum sinnum hérað vinkonur mínar löglega, þ.e. verið skráð í hlaupið en engin þeirra hefur beðið mig um að gera það tvisvar!!! Ég held að aumingja Nafnlaus viti ekki hvað hún er að biðja um, ég verð nefnilega svo svakalega kappsfull, já við skulum bara segja eins og er, algjörlega óþolandi í þessum aðstæðum. Ég ætla aldrei að gera þetta aftur, ég lofa því. Og já, þó svo ég hafi gerst brotleg þarna þá er ég ennþá þeirrar skoðunar að utanaðkomandi aðstoð sé óásættanleg.
Ég man líka eftir öðru atviki sem best er að játa hérna í leiðinni. Þegar Þórólfur hljóp maraþon í Reykjavík árið 2006 (ég var ólétt þá :) þá kom ég að honum í frekar slöppu ástandi út á Ægissíðu. Hann bar sig illa og langaði í kók. Ég hjólaði út að næstu bensínstöð og fékk lánað fyrir einni kók, hjólaði svo til baka og færði mínum manni. Við höfum rætt það atvik og vorum ekki ánægð með þetta eftir á, sérstaklega eftir að við fórum að standa okkur betur í hlaupunum og að keppa um verðlaunasæti. Ég ætla aldrei aftur að rétta keppanda drykki eða annað nema ég sé starfsmaður í viðkomandi keppni.
Ég man ekki eftir fleiri brotum á hlaupaferlinum en það er nú stundum þannig að maður gleymir því sem maður vill ekki muna.
Það er svo rosalega gott að skrifta svona að ég ætla að bæta við nokkrum játningum í viðbót. Þegar ég var að keyra í Ameríku, frá New York til Ohio, þá var ég tekin fyrir of hraðann akstur. Ég var reyndar í miðri umferð, ekki að taka fram úr eða neitt svoleiðis þegar tveir bílar voru pikkaðir út. Ég fékk háa sekt og þar sem ég vissi upp á mig sökina þá stóð ekki á mér að borga hana, það gerði ég fljótt og vel. Þrátt fyrir að hafa keyrt of hratt í þessu tilfelli, þá er enginn vafi í mínum huga að það á að fylgja eftir reglum um hámarkshraða og það er sanngjarnt að refsa fyrir brot á þeim. Ég ætla líka aldrei að keyra of hratt aftur.
Og að lokum, þegar ég heyrði hver var aðstoðarmaðurinn á Laugaveginum í ár, þá braust út illkvittnislegur hlátur, alveg án þess að ég réði við nokkuð. Síðan velti ég mér pínulítið upp úr þessu öllu saman en alls ekki lengi. Það er nefnilega þannig að ég á ótal góðar minningar og miklu fleiri góðar en slæmar um viðkomandi og auðvitað óska ég honum og hans, alls hins besta, eins og flestum mannverum.
Læt þetta duga í bili, muwahahahahaha....
Kæra, mín kæra!
Oft og mörgum sinnum á lífsleiðinni verður maður vitni af einhverju sem maður telur óréttlátt. Í flestum tilfellum þá lætur maður sér nægja að hugsa um, ræða eða jafnvel koma á framfæri sinni skoðun á málinu. Í fæstum tilfellum er maður tilbúin að leggja fram kæru vega atvika sem særa réttlætiskennd manns. Hvers vegna? Jú, atvikið þarf að skipta mann verulega miklu máli persónulega til þess að maður leggi á sig að fara í gegnum það ferli og öllu sem því fylgir að leggja fram ákæru. Maður þarf að undirbúa sig bæði með gögnum og brynja sig fyrir alls kyns áreiti og það krefst mikillar vinnu og maður þarf að hafa sterk bein þegar þeir sem ákærunni er beint að taka til varna, já oft með dylgjum um hvaða hvatir liggja að baki ákvörðuninni o.s.frv. Þannig að flest af því sem maður upplifir sem óréttlæti er einfaldlega ekki þess virði að maður leggi það á sig og sína.
Ég var því mjög fegin að sleppa við að fara í gegnum það ferli þegar mér fannst ég upplifa óréttlæti í tengslum við Ólympísku þríþrautina í sumar. Ég gat meira að segja haft húmor fyrir ferlinu þar sem, í hvert skipti sem ég kíkti á úrslita síðuna (sem ég gerði nokkrum sinnum í kjölfar keppninnar) þá færðist einn keppandinn niður um sæti, án skýringa eða útlistuðum tímum sem bætt var við sem víti (time penalty) og þegar ég skoðaði síðuna í síðasta sinn, eftir að hafa fengið fréttir af DQ þá var nafn keppandans algjörlega horfið af síðunni. Mér fannst það pínu asnalegt og ekki í samræmi við það sem gerist annars staðar en alls ekkert til að tuða yfir. Tilgangnum var náð og ég nennti ekki að spá meira í þetta. Ég var ánægð með að þurfa ekki að kæra atvikið til þess að réttlætinu væri fullnægt! Sem dæmi um hversu varlega til jarðar maður skyldi stíga þá var upprifjun mín á þessu listaflakki og uppgufun, allt í einu að áskökun!
Mér finnst bara alveg sjálfsagt að láta vita, ræða um, velta fyrir sér málunum ef svona vafa (eða ekki vafa!) atvik koma upp og helst af öllu eiga þá þeir sem bera ábyrgð (t.d. mótshaldarar) á viðkomandi atburðum að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta mistökin. Mér finnst alls ekki að það sé einhver forsenda þess að maður fái að lýsa skoðun sinni, að maður þurfi jafnframt að vera tilbúin að kæra!
Í Akureyrarmálinu frá því í fyrra þá var það nóg að umræða fór af stað, mótshaldarar tóku málið upp og í framhaldinu var úrskurðað og úrslit leiðrétt. Í máli Ólympísku þríþrautarinnar hér að ofan var það líka nóg. Við ritarinn skiptumst á skoðunum og athugasemdum í gær og þá benti ég honum á annað mál sem var eitt af þessum, æiiii ég nenni þessu ekki, skítt með það... En hér kemur sagan:
Ég var skráð í Halfan járnkarl í Hafnarfirðinum sem fram fór núna í sumar. Ég gat ekki tekið þátt vegna handa meiðsla en var búin að skrá mig og í skráningarferlinu var vísaði í þær reglur sem styðjast átti við (frá U.S.A.). Ég las reglurnar yfir og þær eru að mínu mati bæði góðar og mjög skýrar. Nú tók ég ekki þátt eins og ég segi í keppninni og var á keppnisstaðnum í ca. 10 mínútur samtals vegna þess að Lilja var sofandi út í bíl og ég vildi ekki skilja hana lengi eftir eina. Á þessum 10 mínútum sá ég strax keppanda, sem svo skemmtilega vill til að er sami keppandi og var DQ í ÓL þrautinni, brjóta reglu sem er mjög skýr í U.S:A. reglunum sem vísað var í.
Í kaflanum um almennar reglur í þríþraut:
i. Unauthorized Accessories. No participant shall, at any time during the event, use or wear a hard cast, headset, radio, personal audio device, or any other item deemed dangerous by the Head Referee. Any violation of this Section shall result in a variable time penalty.
b. Variable Time Penalties. A "variable time penalty" as used in these Rules shall mean a time penalty that varies in accordance with the distance category of the event, as defined by the length of the cycling course. The variable time penalty for each of the distance categories shall be the following:
Cycle Course 50K to 100K
4:00 minutes
8:00 minutes
Disqualification
Sérstaklega undir reglunum um Running Conduct er kaflinn endurtekinn:
6.3 Permitted and Illegal Equipment. Any participant who at any time wears or carries a headset, radio, headphones, personal audio device, or any other item prohibited by Section 3.4(i) shall be subject to a time penalty. A participant may carry a water bottle on the run portion of the course, provided that such container is not made of glass. Glass containers are prohibited.
Nú af því við ritarinn vorum að skiptast á skoðunum í gær þá benti ég á þetta í gamni, þá hafði ég (í gær n.b. en ekki fyrr) líka gefið mér nokkrar mínútur til að skoða myndir frá keppninni og sá að alla vega fjórir keppendur brutu greinilega þessa reglu, það er skýrt á fjölmörgum myndum. Ritarinn hvatti mig til að kæra eða senda inn ábendingu en það er bara ekki þess virði fyrir mig, ég nenni ekki að standa í því. Það þýðir ekki að mér þyki þetta í lagi, sér í lagi þar sem keppnin var Íslandsmeistaramót í vegalengdinni. Ég hefði að öllum líkindum látið í mér heyra ef nýr og glæsilegur Íslandsmetahafi, hefði gert eitthvað viðlíka, en svo var ekki!
Ég velti nú samt aðeins fyrir mér af hverju ekkert var sagt eða gert við þessum brotum og datt í hug nokkrar skýringar... Gat verið að starfsmenn keppninnar þekktu ekki reglurnar? Keppendur hlupu ítrekað í gegnum skiptisvæðið á hlaupaleiðinni framhjá fjölda starfsmanna... Það eru tugir mynda til af keppendum, hafi enginn starfsmaður áttað sig á þessu í keppninni sjálfri þá var ekki um að villast á öllum myndunum sem eru til.
Nú í kjölfarið á þessu spjalli okkar er komin yfirlýsing síðu Þríþrautarsambands Íslands.
Finnst mér í lagi að það hafi verið tekin ákvörðun af mótshaldara fyrir keppnina að leyfa einhverjum þátttakendum að brjóta þessa reglu sem skýrt er kveðið á um í reglunum sem vísað er til við skráningu á keppninni? Öhhhh... ég nenni nú ekki einu sinni að svara þessu sjálf... Bíddu nú við, já af því það voru svo fáir með og af því að þrautin var svo ofsaleg löng... Prumpufýla...
Finnst mér í lagi að það hafi verið tekin ákvörðun af mótshaldara fyrir keppnina að leyfa einhverjum þátttakendum að brjóta þessa reglu sem skýrt er kveðið á um í reglunum sem vísað er til við skráningu á keppninni? Öhhhh... ég nenni nú ekki einu sinni að svara þessu sjálf... Bíddu nú við, já af því það voru svo fáir með og af því að þrautin var svo ofsaleg löng... Prumpufýla...
Mér er nú samt spurn, var öllum keppendum (ég var alla vega ekki látin vita, en eins og ég segi þá hætti ég við þátttöku) gert ljóst að ein af þeim reglum sem vísað var í fyrir keppnina skyldi ekki gilda og höfðu þar af leiðandi allir keppendur sömu möguleika á að nýta sér ólöglega hjálpartækið, í þessu tilfelli iPod? Fólk getur rétt ímyndað sér hvort það sé ekki auðveldara að hjóla í 3 klukkutíma með tónlist í eyrunum og hlaupa hálft maraþon án þess að þurfa að berjast við að hlusta á sínar eigin hugsanir, sem eru á þessum stað meira svona 'Af hverju í andsk...er ég að þessu'... Sem er að mínu mati stór hluti af því að sigrast á svona þraut.
ÞETTA ER EKKI ÁKÆRA, ÁSÖKUN EÐA ÁBENDING. ÞETTA ERU MÍNAR PÆLINGAR :)
P.s. Af fyrri reynslu þá hef ég ákveðið að ritskoða öll komment á þessar færslur og sennilega ekki birta neinar þeirra. Ég ræð hverjum ég býð heim til mín svo einfalt er það. Mér þykir samt gaman að sjá hvað fólki finnst og skemmtilegast af öllu finnst mér þegar einhver getur sett mál sitt svo vel fram að ég skipti um skoðun. Annars bendi ég fólki á að það eru fjölmargar síður með galopið athugasemdakerfi vilji einhver tryggja að skoðanir sínar verði birtar. Ég set ekki samasem merki á milli þess að hafa opið athugasemdakerfi og göfuglyndis.
P.s. Af fyrri reynslu þá hef ég ákveðið að ritskoða öll komment á þessar færslur og sennilega ekki birta neinar þeirra. Ég ræð hverjum ég býð heim til mín svo einfalt er það. Mér þykir samt gaman að sjá hvað fólki finnst og skemmtilegast af öllu finnst mér þegar einhver getur sett mál sitt svo vel fram að ég skipti um skoðun. Annars bendi ég fólki á að það eru fjölmargar síður með galopið athugasemdakerfi vilji einhver tryggja að skoðanir sínar verði birtar. Ég set ekki samasem merki á milli þess að hafa opið athugasemdakerfi og göfuglyndis.
24. júl. 2010
Oops I did it again...
Komin tími á prumpufýlublogg, það barst nefnilega smá fnykur alla leið hingað í blíðuna á Akureyri. Hérna komust við í netsamband í fyrsta skipti í viku og þá var að sjálfsögðu mitt fyrsta verk að skrá æfingarnar almennilega á hlaup.com. Þar rak ég augun í umræður um nýtt brautarmet á Laugaveginum. Kómískt að það er sami aðalleikari í hlaupahneyksi sumarsins 2010 og hlaupahneyksli sumarsins 2009...
Ég ætla ekki að tjá mig á hlaup.com, ég á minn eigin öfugsnúna stað hérna. Og hvað finnst mér um þetta allt saman...
- Ég er afskaplega glöð að hafa unnið öll mín afrek algjörleg án aðstoðar annarra, það er hluti af glory-inu fyrir mig.
- Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er auðveldara að hafa aðstoðarmann eða einhvern að hlaupa með sér þegar maður er orðin þreyttur og já í Emstrum er maður orðin þreyttur.
- Ég er alveg viss um að ég hefði verið á betri tíma þegar ég vann Laugaveginn 2008 hefði ég haft einhvern með mér sem þekkti leiðina vel, ég tók tvo nokkur hundruð metra óþarfa útúrdúra.
- Ég er alveg handviss um að ef einhver sem ekki væri starfsmaður í keppni myndi bjóða mér einhvers konar aðstoð þá myndi ég hafna henni umsvifalaust og ég væri ekkert feimin við að hvæsa af mér viðkomandi.
- Ég myndi gera allt sem í mínu valdi stendur til að enginn gæti efast um mitt afrek, það er mín ábyrgð.
- Ég tel að öll aðstoð sem keppendur þiggja af utanaðkomandi í keppni, þá er ég að tala um drykki, héra aðstoð í formi hlaupara eða hjólara, einhvern til að taka vindinn fyrir sig eða annað sem hjálpar einum keppanda umfram annan sé óásættanleg.
- Ég var alveg viss um að Helen myndi vinna Laugaveginn í ár, nema eitthvað svakalegt kæmi uppá, aðrir keppendur í kvennaflokki hafa ekki sama hlaupahraða.
- Ég er alveg viss um að Helen hefði unnið Laugaveginn án aðstoðar Ívars síðasta hluta leiðarinnar.
- Ég er ekki viss um að Helen hefði hlaupið á þessum tíma, hefði hún ekki haft Ívar sem aðstoðarmann síðustu 15 km, hann gjörþekkir leiðina.
- Ég er alveg viss um að við munum aldrei komast að því hvernig hefði farið ef Helen hefði ekki hlaupið með Ívari!
- Ég er afskaplega ánægð með þá breytingu frá því í fyrra, að sá sem vekur máls á þessu, sem mér finnst bæði nauðsynlegt og sjálfsagt, er ekki dreginn í svaðið, kallaður öllum illum nöfnum og fær vonadi að vera í friði í hlaupasamfélaginu, þrátt fyrir sínar skoðanir, ólíkt því sem gerðist í fyrra. (Edit: Tek þennan jákvæða punkt til baka, var að kíkja á hlaup.com aftur og jú nú er farið að hreyta í boðberann. Af hverju er svona hrottalega hættulegt að tala um hlutina eins og þeir eru? Af hverju þarf sá sem vekur máls á einhverju endilega að kæra til mótsnefndar? )
- Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að það þurfi að taka allt mögulegt og ómögulegt fram í keppnisreglum. Ef eitthvað er sérstaklega leyft, sem annars er ekki leyft í keppnishlaupi, þá finnst mér að taka eigi það fram en ekki öfugt, þ.e. að telja upp allt sem ekki má (eins og að bera keppanda síðasta spölin...).
- Réttlætið sigrar alltaf að lokum!
Smá viðbót vegna nýjustu athugasemda á hlaup.com og ó hvað ég var bjartsýn á að í þetta sinn væri hægt að skiptast á skoðunum á málefnalegan hátt án þess að vera með skítkast.
Varðandi athugasemd frá Gísla ritara vil ég benda á að það hefði alveg eins getað verið yfirskrift á þessu bloggi, eftir Ólympísku þríþrautina sem væri eitthvað á þessa leið: Þríþrautarhneyksli sumarsins 2010. Keppandi í kvennaflokki hljóp ekki rétta leið og hljóp umtalsvert styttra en aðrir keppendur. Mótsstjóra var tilkynnt um þetta strax og næsta kona á eftir kom í mark en hún varð vitni að styttingunni. Mótshaldarar bættu við einhverjum málamynda mínútum við lokatíma keppandans sem færðu hann aftur um eitt sæti. Keppandinn, sem ekki lauk þrautinni, tók síðan við verðlaunum þrátt fyrir að vita að hann hljóp ekki alla leið og tók þar með verðlaun af öðrum keppanda. Það var ekki fyrr en ég tjáði annars vegar Gísla (sem starfaði við keppnina) og keppandanum, að ég myndi vilja ræða þessi mál opinberlega að a) það var bætt fleiri mínútum við lokatímann svo keppandinn færðist niður um annað sæti (sem mér fannst ekki í lagi) og svo b) keppandinn ákvað að biðja um að vera 'Disqualified' og sendi mér í kjölfarið línu um, að það að ég ætlaði að tala um atburðinn samsvaraði hótun í sinn garð. Í samskiptum mínum við Gísla (vin minn vonandi fyrir og eftir þessi skrif) þá var þess aldrei óskað að ég kærði atburðinn, bara að ég myndi í öllum bænum halda kjafti (Edit: Hér þarf ég að leiðrétta mig, n.b. Gísli bað mig ekki að halda kjafti það er ekki rétt hjá mér, afsakaðu þetta Gísli. Þetta var fært í stíl og ég sé að þetta getur misskilist. Það rétta er að mín upplifun af samskiptunum var sú að allir hlutaðeigandi vildu helst að ég héldi kjafti :) og enginn hlutaðeigandi, eins og t.d. Gísli stakk upp á því að ég myndi kæra úrslitin. Hér með leiðréttist þetta og ég biðst afsökunar á að hafa ekki sagt þetta nógur skýrt). Ég hefði hvort eð er ekki gert það, enda ræð ég hvort ég kæri eitthvað eða ekki. Ég ákvað á þeim tíma að vera ekkert að ræða þessi mál frekar, þar sem það virtist vera nóg að láta vita að þetta yrði rætt, til þess að fá réttláta niðurstöðu! Nú finnst mér aftur á móti ástæða til að rifja þetta upp og geri það þess vegna hér.
Edit: Bæti hérna inn link á Varnarræðu ritarans
Enda þetta á stuðningskveðjum frá okkur hjónum, til boðberans. Megi hann og hans líkar aldrei láta þagga niður í sér!
Edit: Bæti hérna inn link á Varnarræðu ritarans
Enda þetta á stuðningskveðjum frá okkur hjónum, til boðberans. Megi hann og hans líkar aldrei láta þagga niður í sér!
22. júl. 2010
Vesturgatan 2010
Það eru teljandi á fingrum og tám (ja, ég keppi frekar oft :), þau keppnishlaup þar sem allt gengur upp. Þannig var Vesturgatan í ár fyrir mig. Vaknaði upp í blíðunni í bústaðnum okkar í Tungudal. Barnapían okkar fyrir vestan, hún Særún var mætt á mínútunni svo það var ekkert stress. Vorum mætt tímanlega á Þingeyri og svo hraut ég í rútunni á leiðinni í startið, mjög afslöppuð.... Við höfðum svona klukkutíma til að dingla okkur áður en hlaupið byrjaði, alveg gríðarlega fallegt þarna og maður hafði nógan tíma til að njóta og fara að pissa 20 sinnum og svoleiðis :)
Kom mér fyrir í startinu og ákvað að hlaupa þetta skynsamlega en jafnframt eins vel og ég gæti. Hljóp á eftir honum Oddi félaga mínum fyrstu km í fjörunni og sá í skottið á Hálfdáni en ég reiknaði með að geta haldið í við hann. Þvílík fegurð! Kílómetrarnir flugu með ógnarhraða og áður en ég vissi af vorum við komin að fyrstu drykkjarstöð. Ég var með tvö gel með mér en enga vasa... svo þau fengu að vera í húfunni hjá mér :) Svei mér þá ef ég geri það ekki bara í framtíðinni, gelið var heitt og fljótandi, ekkert mál að koma því niður.
Með bónda mínum á byrjunarreit
Leið alveg svakalega vel eftir sopann og fjúmm... næsta drykkjarstöð og hálfnuð með hlaupið! Ég kíkti á klukkuna og sá að ég var undir klukkutíma og var ánægð með það. Ég var forvitin að sjá hvernig þetta myndi þróast hjá mér eftir 16 km en ég hef ekki hlaupið yfir 20 km í marga mánuði. Þurfti engar áhyggjur að hafa, leið bara betur eftir því sem á leið ef eitthvað er. Þriðja drykkjarstöð og þá var bara smotterí eftir sem ég vissi að ég myndi ráða vel við. Leit aftur á klukkuna á toppnum á síðustu brekkunni þegar ég sá í markið og sá 1:58... Tók sprettinn og var að hlaupa á undir 3 mín pace, fyrsta kona í mark á 1:59:05.
Litla hafmeyjan... gott að slaka á eftir hlaupið
Verðlaunin voru ekki af verri endanum. Ég fékk flotta utanvegaskó og lopapeysu að eigin vali sem er prjónuð sérstaklega handa mér. Ég fékk líka verðlaun fyrir bestan árangur í samanlögðu, Óshlíð 10 km og Vesturgata 24 km, fallegt glerlistaverk til að hengja á vegg.
Björg, Eva og Hrefna
Eva og Siggi
Þórólfur stóð sig með prýði og varð 3. í hlaupinu á 1:40, flottur tími hjá honum og ekkert smá flott eftir þrjár bætingar á einni viku, í 5000m, 10 km og hálfu maraþoni.
Við fjölskyldan eigum ekki orð yfir hversu vel var að öllu staðið á Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum. Skipuleggjendur stóðu sig með stakri prýði og það sem laga mátti á síðasta ári, var allt eins og það átti að vera í ár. Þrefalt 'Húrra' fyrir Riddurum Rósu og öðrum aðstandendum!
17. júl. 2010
Sigursæl á Vestfjörðum
Elsku Gabríel okkar er 12 ára í dag. Við keyrðum inn á Þingeyri og tókum þátt í 4 km skemmtiskokkinu þar og afmælisstrákurinn gerði sér lítið fyrir og sigraði, svo flottur.
Við hjónin stóðum okkur líka bara vel í gær í Óshlíðarhlaupinu. Þórólfur sigraði í hálf maraþoninu á nýju persónulegu meti, rúmlega 1:16, svo flottur. Hann fekk að launum ævintýraferð í Vigur og við erum að fara í hana á mánudaginn, spennandi. Hann og félagar hans, Jósep og Sigurjón sigruðu sveitakeppnina.
Jósep, Þórólfur og ?
Ég hljóp á næst besta tímanum mínum í 10 km og náði mínum markmiðum, þ.e. að fara undir 41 mínútu. Hljóp á 40:53 og var önnur stelpa :) í mark á eftir Anítu Hinriksdóttur. Ég og mínir félagar, Siggi og Oddur sigruðum sveitakeppnina í 10 km.
Gígja og Eva
Jósep, Sigurjón og Þórólfur í sigursveitinni.
Siggi, Eva og Oddur. Vá hvað það er gaman hjá mér!
Tilbúin í átökin :)
Á endaspretti...
Ég vann!
Nú er það Vesturgatan á morgun og við erum í svaka stuði, hlökkum til!
13. júl. 2010
Ættarmót hjá ömmu Sharon
Við lögðum í hann til Youngstown um hádegisbil á þriðjudeginum. Lawrence hafði farið með Gabríel í klippingu um morguninn og hann var búin að dressa piltinn upp frá toppi til táar fyrir afmælisveisluna. Við vissum ekkert við hverju við mættum búast og það var skrýtin tilfinning að renna í hlað hjá ömmu Sharon.
Amma Sharon á heima í stóru fallegu húsi í rólegheita hverfi, leikvöllur beint á móti og fólk á vappinu. Um leið og við komum rauk hún upp um hálsinn á okkur mömmu og þakkaði okkur fyrir að hafa komið með ömmustrákinn hennar í heimsókn. Hún var pínu stressuð eins og við og dró okkur inn í betri stofuna til að spjalla aðeins. Við vorum ekki lengi að ná saman, hún er sem sagt gamall spretthlaupari, hörkuflott pía í toppformi, sem hefur áhuga á sporti og góðu matarræði :)
Húsið hennar ömmu Sharon
Hún var búin að hreinsa allt út úr bílskúrnum hjá sér og koma fyrir langborðum, 20 helíum blöðrum, Happy Birthday borðum, hljóðkerfi og svona nammi pinadas. Hún var líka búin að hengja stóran hvítan dúk upp á einn vegginn þar sem allir gestirnir gátu skrifað kveðju til Gabríels og svo fékk hann dúkinn með sér heim. Það voru grillaðar pylsur og hamborgarar ofan í allt liðið og svo fengum við ekta 'soul food chicken wings' og einhverja baunakássu með. Lawrence hafði pantað risastóra körfubolta afmælisköku í desert og ís fyrir alla. Það voru svona 50 til 60 gestir, allt ættingjar Gabríels eða nánir vinir fjölskyldunnar.
Amma Sharon sker afmæliskökuna fyrir Gabríel
Sharon er 57 ár og hún á 6 uppkomin börn og 22 barnabörn. Eftir að hafa komið sínum börnum á legg þá hefur hún tekið að sér að hugsa um 4 af barnabörnunum sínum (2-10 ára) en hún vinnur við að umönnun á þroskaheftum. Fyrir tæpum 12 árum ættleiddi hún litla stelpu sem átti ekki í nein önnur hús að venda (barn vinkonu dóttur hennar) en móðirin gat ekki séð um hana vegna eiturlyfjaneyslu. Stelpan fæddist mikið veik og er með Cerebral palsy sem lýsir sér í mikilli hreyfihömlun og hún getur ekki talað, en skilur allt sem maður segir. Hún var svo hænd að okkur mömmu, knúsaði okkur í bak og fyrir við hvert tækifæri.
Zaiarah og mamma
Larry afi hans Gabríels var svolítill labbakútur í gamla daga og hann á 16 börn! Það eru 30 ár eða svo síðan þau skildu en hann var mættur galvaskur og allt í góðum gír. Hann knúsaði okkur kellurnar og maður sá hvað honum þótti vænt um að hitta afa strákinn sinn.
Krakkarnir að ná sér í nammi eftir að búið var að slá köttinn úr tunnunni
Systur hans Lawrence eru alveg einstaklega iðnar við kolann í barneignum... Tiffany, elsta systirin er ólétt af sínu sjötta barni, Shannon á þrjú og Brandy á fimm! Við erum að tala um rétt þrítugar skvísur. Elsti bróðir hans Lawrence, Uncle Ray var sá eini sem var barnlaus á svæðinu en hann á kærustu og ég er ekki frá því að það var komið heilmikið eggjahljóð í hann. Hann sá ekki sólina fyrir litla frænda sínum frá Íslandi og var alsæll 'to have a grandma in Iceland'. Við hittum líka Uncle Ricky, bróður hennar Sharon, en hann var sá sem fékk fyrsta símtalið frá Íslandi um að strákurinn væri fæddur, sérstaklega gaman að hitta hann.
Uncle Ray og uncle Ricky
Í stuttu máli þá var þetta mjög vel heppnað og við eignuðumst á einu bretti heilan helling af frænkum og frændum og öllum fannst gaman og spennandi að eiga fjölskyldu á Íslandi og við eigum von á heimsókn frá fleiri en einum ættingja í kjölfarið á þessari heimsókn okkar.
12. júl. 2010
Ekki viljandi sko...
Er bara ekki að finna tímann til að blogga í sumarfríinu, hmmm... eins gott að það fréttist ekki í vinnunni.
Á morgun, ég meina það! Þangað til, nokkrar sætar af Gabríel í Ameríku :)
Á morgun, ég meina það! Þangað til, nokkrar sætar af Gabríel í Ameríku :)
Sharon amma, Gabríel, Lawrence og Larry afi
Feðgarnir með systrum Lawrence og systurdóttur.
Ekkert smá flott afmæliskaka!
Með slatta af frændsyskinum sínum...
... og ennþá fleirum!!!
10. júl. 2010
13 tíma svefn
Ferðalagið frá Ohio var strembið. Við ákváðum að breyta aðeins planinu um heimferð og í stað þess að keyra hálfa leið tið NY á miðvikudag og rest á fimmtudags morgun (áttum flug klukkan 14) þá áttum eyddum við öllum miðvikudeginum í Ohio. Það þýddi að ég myndi keyra í 10-12 tíma beina leið út á flugvöll, alla nóttina. Við lögðum af stað hálf tíu um kvöldið og komum á bílaleiguna á JFK hálf ellefu morguninn eftir. Ég lagði mig tvisvar á leiðinni í svona korter á einhverjum bensínstöðvum, til að vera ekki hættuleg í umferðinni. Erfiðasti tíminn var milli 1 og 4, þá var ég alveg að farast úr þreytu enda búin að vera vakandi frá því 7 um morguninn.
Mikið var ég glöð að komast í sætið mitt í flugvélinni og fá að sofna loksins í nokkra tíma. Þórólfur kom og sótti okkur í Keflavík og það var frábært að sjá Gabríel hlaupa til hans og upp um hálsinn á honum og ekki verra að fá knús sjálf. Komum í hús eftir miðnætti og í bólið um klukkan 2. Vaknaði við koss á nebbann og svo kom annar á kinnina og hina og augun. Hún Lilja mín var ekki lítið glöð að sjá hana mömmu sína aftur. Hún var eins og ástfanginn unglingur allan daginn, strauk mér um kinnarnar og hjúfraði sig að mér. Mmmmmm....
Fyrsti dagurinn heima var viðburðarríkur og góður. Byrjaði daginn á hefðbundnu föstudags nuddi í morgunsárið og svo fékk góða heimsókn frá stóra bróður mínum sem ég hef ekki séð lengi. Samt eins og ég hafi séð hann í gær og pínulítið eins og að horfa í spegil. Lang og gott knús þar líka. Mmmmmm...
Þegar maður kemur heim til fólksins síns úr svona ferðalagi þá sest maður ekki við tölvuna strax, fyrst sinnir maður þeim sem söknuðu manns. Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég missti meðvitund hálf tíu og rankaði ekki við mér aftur fyrr en hálf ellefu í morgun!!! Við hjónin ætluðum út að hlaupa saman í morgun en Þórólfur tímdi ekki að vekja mig, sem betur fer, greinilega þurft á hvíldinni að halda. En ég á eftir að klára ferðasöguna, geri það líklega á morgun og svo ætla ég líka að setja inn fullt af myndum.
Set hérna nokkrar myndir af fyrri hlutanum, verð að halda smá spennu í þessu...:
Mikið var ég glöð að komast í sætið mitt í flugvélinni og fá að sofna loksins í nokkra tíma. Þórólfur kom og sótti okkur í Keflavík og það var frábært að sjá Gabríel hlaupa til hans og upp um hálsinn á honum og ekki verra að fá knús sjálf. Komum í hús eftir miðnætti og í bólið um klukkan 2. Vaknaði við koss á nebbann og svo kom annar á kinnina og hina og augun. Hún Lilja mín var ekki lítið glöð að sjá hana mömmu sína aftur. Hún var eins og ástfanginn unglingur allan daginn, strauk mér um kinnarnar og hjúfraði sig að mér. Mmmmmm....
Fyrsti dagurinn heima var viðburðarríkur og góður. Byrjaði daginn á hefðbundnu föstudags nuddi í morgunsárið og svo fékk góða heimsókn frá stóra bróður mínum sem ég hef ekki séð lengi. Samt eins og ég hafi séð hann í gær og pínulítið eins og að horfa í spegil. Lang og gott knús þar líka. Mmmmmm...
Þegar maður kemur heim til fólksins síns úr svona ferðalagi þá sest maður ekki við tölvuna strax, fyrst sinnir maður þeim sem söknuðu manns. Ég var svo þreytt í gærkvöldi að ég missti meðvitund hálf tíu og rankaði ekki við mér aftur fyrr en hálf ellefu í morgun!!! Við hjónin ætluðum út að hlaupa saman í morgun en Þórólfur tímdi ekki að vekja mig, sem betur fer, greinilega þurft á hvíldinni að halda. En ég á eftir að klára ferðasöguna, geri það líklega á morgun og svo ætla ég líka að setja inn fullt af myndum.
Set hérna nokkrar myndir af fyrri hlutanum, verð að halda smá spennu í þessu...:
Tilbúin í langferð í Keflavík
Gabríel tékkar á götudönsurum
Lalla frænka í New York
Og loksins kom amma til okkar!
Í Empire State, Chrysler byggingin í baksýn.
Mæðgurnar í heilsufæðinu á leiðinni til Ohio :)
Ontario 4th of July 5 k run
5. júl. 2010
Ameriku update
Er ekki buin ad vera i netsambandi sidan vid komum til Ohio en nuna fekk eg ad komast i tolvu hja Keisha sem er aeskuvinkona Lawrence (pabba Gabriels). Hun a heima nedar i somu gotu og strakurinn hennar heitir Jaylon, hann er gudsonur Lawrence.
Ferdalagid fra New York gekk vel fyrir utan ad tad tok lengri tima en eg reiknadi med og svo var eg tekinn fyrir of hradann akstur!!! Var samt ekkert ad glannast en tad voru alveg blikk ljos og graejur, allt tekid upp eins og i America's Most Wanted. Eg fekk sekt og var kvodd med 'Mam, if you don't pay this fine within 10 days a warrent for your arrest will be issued...'. Buin ad borga!
Lawrence a heima i finu parhusi a tveim haedum, allt mjog snyrtilegt og fint. Tad er skoli og leikvollur vid hlidina a okkur, sma spotti i bud og Mall. Hann tok mjog vel a moti okkur og their fedgar na vel saman. Hann vinnur fra 14-22 thannig ad vid mamma og Gabriel dinglum okkur saman a medan hann er i vinnu.
A fostudaginn forum vid oll saman ad versla adeins og bara ad na attum, kynnast adeins. A laugardaginn ta aetladi eg med strakunum i raektina snemma og fyrir tilviljun ta kikti eg a skraningarbladid fyrir hlaupid sem eg aetladi ad taka thatt i. Panikk, tad var sem sagt 4th of July race sem for fram the 3rd of July...
Hafdi halftima til ad skella i mig hafragraut og koma mer a stadinn. Tad voru 220 manns sem toku thatt i thessu 5 km hlaupi i 30 stiga hita. Eg hljop af stad og vard fljotlega 3ja. Eftir 2 km nadi eg annarri konu og 1/2 km sidar for eg fram ur fyrstu konu og tok forystuna. Fyrsta kona i mark a 20:14 sem eg var bara alsael med i hitanum. Fekk flottan bikar og verdlaunapening, myndataka og allur pakkinn. Vakti tvilika athygli fyrir ad vera fra Islandi :) Eftir hlaupid ta spjalladi eg vid eina hlaupakonuna og hun benti mer a ad tad yrdu hefdbundin 4th of July hatidarhold tharna i eftirmidaginn. Vid Gabriel og mamma maettum a svaedid e.h. og fengum ad sja froska hopps keppni, Gabriel tok thatt i melonukappati, horfdum a toframann og roltum a milli solubasa. Eg var ordin celeb a stadnum, matti ekki stoppa neins stadar ta var einhver komin, 'You are the one from Iceland who won the race this morning!' Thihi, toppurinn var svo rosa skrudganga i gegnum baeinn en tar gat madur baedi sed Miss Ohio og Jesus!!!
Lawrence vinnur i fangelsi herna og hann for med okkur til ad syna okkur vinnustadinn sinn. Beint a moti fangelsinu hans er fangelsid sem the Shawshank Redemtion var tekinn. Gaman ad sja tad, tad er ein af uppahaldsmyndunum minum.
A morgun forum vid til Youngstown til ad hitta storfjolskylduna. Er buin ad spjalla heilmikid vid Sharon, ommu hans Gabriels og hun (og reyndar allir herna) eru ad missa sig ur spenningi. Tad verdur slegid upp heljarinna afmaelisveislu fyrir Gabriel. Reyni ad skella inn annarri faeslu tegar eg kemst aftur i netsamband.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)