23. jún. 2010

Svo þreytt...

Er búin að vera alveg brjálæðislega þreytt eftir helgina.  

Eftir dagleiðina á laugardaginn fann ég fyrir máttleysi í hægri hendinni. Ég þurfti að taka vel á því til þess að halda í við Daníel Smára, sennilega ekki verið nógu dugleg að skipta um stöðu á stýrinu og fengið einhvers konar álagsmeiðsl.  Ég á í mestu vandræðum með daglegar athafnir (eins og að pikka á lyklaborð), gripið er handónýtt á milli þumalfingurs, löngutangar og baugfingurs.  Finn samt ekkert fyrir verkjum, er bara drullu máttlaus.  Passaði vel uppá að reyna að hvíla hendina á sunnudaginn í Garfningnum og svo síðustu daga.  Staðan er samt ennþá sú, að ég er ekki mikið betri og þarf sennilega að láta kíkja á þetta á eftir til að vita nákvæmlega hvernig ég á að bregðast við.

Eins og alltaf þegar ég finn fyrir svona þreytu þá skoða ég æfingadagbókina mína og þar fæ ég yfirleitt staðfestingu á því að, já, nú er komin tími til að slaka á.  

Æfingadagbókin mín síðustu vikur:



Í kvöld er Miðnæturhlaupið og ég ætla að skokka mér til skemmtunar og yndisauka, hvetja manninn minn til dáða og vini mína.  Og nei, ég ætla ekki undir 40!

4 ummæli:

  1. Ég er alltaf til í félagsskap :-)

    SvaraEyða
  2. Svakalega ertu dugleg að æfa, en eins og þú segir þá er hvíldin mikilvæg. Ég vildi annars bara kasta á þig kveðju, var á hlaupastílsnámskeiði hjá þér og lærði SVO mikið á því, margt sem þú sagðir sem ég hef í huga dags daglega. Kærar þakkir fyrir mig og gangi þér vel :)
    Fríða

    SvaraEyða
  3. Ég reyndi að segja ekkert.. þúst til að sýna að ég væri orðlaus, en þá kom "
    Comment should not be empty"

    Auðvitað á maður ekki að vera með tómt comment þegar dugnaðurinn er svona mikill...

    Auðvitað á maður að nýta tækifærið og segja

    SNILLINGUR!!!

    SvaraEyða
  4. Þetta er náttúrulega bara bilun að horfa á dagbókina þína. Pottþétt keppnis-duglegasta manneskjan þar. Skil sko vel að þú sért þreytt. Njóttu þess að slaka á næstu daga.

    SvaraEyða