1. jún. 2010

Rauður maí

Ég var bara smá þreytt í gær, hvað er í gangi?

Thí, hí, veit alveg upp á hár hvað er í gangi og þess vegna ákvað ég að hlusta á líkamann og taka rólegheita dag í gær.  Ég hjólaði ofur rólega í vinnuna og lét mig eiginlega bara renna heim aftur. Ég skottaðist af stað með bóndanum á hlaupaæfingu, en hjóp bara upphitunina með hópnum og svo aftur heim, í staðinn fyrir hörku 10 km æfingu á brautinni.  Ég var búin að gera sunddótið klárt áður en ég hljóp af stað, skaust  aðeins í laugina og synti rólega 600 m, hugsaði um stíl og gerði nokkrar öndunaræfingar.  Slakaði svo á í pottinum á eftir, kom snemma heim, dúllaðist með litla skottinu mínu og var bara spræk þegar strákarnir mínir komu heim.   

Æfingadagbókin er ansi rauð í maí en það eru keppnirnar sem eru rauðlitaðar.  Reyndar ætti allt hjól frá 5. - 25. maí eiginlega að vera rautt líka af því þá vorum við að keppa í 'Hjólað í vinnuna'.   


Innan bankans þá sigraði liðið mitt örugglega en við hjóluðum samtals 2722 km á 13 dögum, næsta lið á eftir var með 1779 km.  Í heildarkeppninni hlaut Íslandsbanki hlaut 3. verðlaun í sínum flokki bæði í fjölda daga og fjölda km.


Við Oddur tókum á móti verðlaununum en við hjóluðum samtals 1127 km á þessum 13 dögum.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli