Ég er vel gift, það er enginn vafi á því. Ég er búin að hjóla töluvert í sumar og það fer heilmikill tími í túrana og keppnirnar. Þar sem við áttum bara einn racer og ég tók eiginlega af skarið með að nota hann, þá hefur það orðið þannig að ég hjóla en ekki Þórólfur. Við söknum þess að eiga þetta sport ekki saman, eins og hlaupin og þá var spurning um að kaupa racer handa Þórólfi.
'Eva, þú hjólar miklu meira en ég og ert að keppa á fullu. Er ekki sniðugra að kaupa nýtt hjól handa þér og ég fæ þá Skotta. Þá get ég séð hvernig ég fíla þetta áður en ég fer að kaupa mér einhverja rosa græju'.
Ó, hvað það er gaman hjá mér. Nú er kollurinn á fjórföldum snúning við að finna uppá einhverju sérstaklega skemmtilegu handa manninum mínum. Má reyndar ekki kosta neitt brjálæðislega mikið, hehemmmm... :þ
Vá, til hamingju. Það verður örugglega gott að "krúsa" á þessu hjóli.
SvaraEyðaMig langar svolítið í gott hjól og allt það - sýnist að ég sé ekki að geta hlaupið neitt af viti í framtíðinni. Hvernig hjóli mælir sérfræðingurinn helst með, ef einhverjum skyldi detta í hug að gefa mér hjól í fertugsafmælisgjöf eða eitthvað?
SvaraEyðaÞað fer alveg eftir því hvað þú ert að hugsa um að nota hjólið í, viltu bara hjóla í vinnuna eða viltu fara að æfa og keppa í hjólreiðum? Svo er spurning um hvað það má kosta. Heyri bara í þér og þá skal ég gefa þér eins góð ráð og ég á :)
SvaraEyða