Búin að skrá mig í þriggja daga Landskeppni í götuhjólreiðum um helgina:
Dagleiðir
Föstudagur 18. júní kl 19:30
Tímataka. Krýsuvíkurvegur, 20 km.
Startað verður til suðurs frá Bláfjallaafleggjara og snúið við á keilu, hjólað norður að hringtorgi, snúið við í suður og hjólað aftur upp að keilu, snúið við og hjólað í mark. Samtals 1 1/2 hringur.
Laugardagur 19. júní kl 10.00
Hópstart. Þingvellir - Grímsnes - Þingvellir, 68 km.
Startað og endað verður við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Þingvallavegur hjólaður í suður í átt að Grímsnesi þar sem snúið verður við á keilu í Þrastarskógi eftir 34 km og sama leið hjóluð til baka.
Sunnudagur 20. júní kl. 10
Hópstart. Grafningur, 65 km.
Startað og endað verður í miðri Nesjavallabrekkuog hjólaðar 3 “pulsur” í Grafningnum. Tímataka hefst í Nesjavallabrekku en keppnisstjóri fer á undan keppendum niður að gatnamótum við Grafningsveg þar sem keppni mun hefjast.
Og fyrst ég var byrjuð á annað borð þá slæddist þetta með...
Íslandsmót í hálfum járnkalli
Sunnudaginn 11. júlí fer fram hálfur járnkarl í Hafnarfirði og hefst keppnin kl. 8:30 við Ásvallalaug.
Vegalengdir eru: 1,9 km sund, 90 km hjól, 21.1 km hlaup.
Æ, já svo er Miðnæturhlaupið þarna einhversstaðar á milli og svo tek ég eitt eða tvö keppnishlaup í Amríkunni 3./4.júlí, ekki hægt að sleppa því!
"Power of now" er það sem gildir
SvaraEyðaÞessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyðaÉg lét vaða ;-)
SvaraEyða