20. jún. 2010

Landskeppni - Dagur 3


Margrét og Eva Margrét
Jæja þá er þetta ævintýri búið. Er búin að hjóla 170 km á þremur dögum og eina sem ég finn fyrir er að ég er máttlaus í hægri hendinni eftir gærdaginn... Ég hef ekki verið nógu dugleg að skipta um stöðu á stýrinu og hreyfa fingurna.  Þetta er frekar fyndið, get ekki einu sinni borað í nefið á mér, en ég gat alveg hjólað þessa 66 km í dag, smá erfitt að skipta um gíra hægra megin en þetta er ekkert vont, bara máttlaus.   Erfið leið í dag, þrír 21 km hringir í brekkunum í Grafningnum og svo var endamarkið langleiðina upp Nesjavallabrekkuna.

Við vorum þrjú sem héldum hópinn langleiðina, ég, Oddur og Emil.  Emil tók af skarið í endasprett og hann endaði hálfri mínútu á undan mér.  Ég kláraði á 2:34:13 og Oddur var svo einhverjum 5 mínútum á eftir mér.  Þvílíkt puð að pjakka þarna upp og þá var eins gott að eiga aðeins eftir í lærabankanum. Ánægð með daginn og helgina. Var eina konan sem kláraði alla leggina, vann þá alla og skemmti mér konunglega!

Úrslit dagsins  

Bætti inn hæðarkorti af dagleiðinni sem ég nappaði frá Oddi.



Posted by Picasa

5 ummæli:

  1. Til hamingju með frábæran árangur!

    SvaraEyða
  2. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir20. júní 2010 kl. 22:14

    Þú hlýtur að vera með stál í lærunum! Ég skal koma með næsta ár. Til hamingju!
    Sibba

    SvaraEyða
  3. Þú varst flott á nýja hjólinu. Til hamingju með árangurinn.

    SvaraEyða
  4. Hamingjuóskir með þennan flotta árangur hjólasnillingur.

    SvaraEyða