Lét mér ekkert leiðast í dag. Margrét náði í mig klukkan hálf níu og við lögðum í hann á Þingvelli þar sem við tókum þátt í öðrum degi landskeppninnar í götuhjólreiðum. Á boðstólnum var 68 km leið frá Þingvöllum í áttina að Grímsnesi og til baka. Það ringdi á okkur og var töluvert hvasst en annars er umhverfið svo fallegt að maður gleymir sér.
Náði að hanga í körlunum fyrstu km en eftir nokkrar brekkur og spretti þá enduðum við tvö saman, Daníel Smári stórhlaupari og ég, en við vorum samferða alla leiðina. Margrét var svo óheppin að sprengja eftir 20 km þannig að hún datt úr leik. Við vorum bara tvær sem lögðum í þetta, þannig að sigurinn var minn og ég endaði á tímanum 2:17:09 eða á rétt tæplega 30 km/klst meðalhraða.
Náði að hanga í körlunum fyrstu km en eftir nokkrar brekkur og spretti þá enduðum við tvö saman, Daníel Smári stórhlaupari og ég, en við vorum samferða alla leiðina. Margrét var svo óheppin að sprengja eftir 20 km þannig að hún datt úr leik. Við vorum bara tvær sem lögðum í þetta, þannig að sigurinn var minn og ég endaði á tímanum 2:17:09 eða á rétt tæplega 30 km/klst meðalhraða.
Brunuðum í bæinn og þegar heim var komið, hoppaði ég úr hjólagallanum, í hlaupagallann og náði í mömmu en við förum alltaf saman í kvennahlaupið. Náðum svo í Lilju til ömmu og afa í Garðabæ og við stöllur hlupum saman 2 km. Bara gaman!
Við hjónin vorum svo að koma heim af frábærum tónleikum með Hjaltalín og Sinfó. Nú er bara að bóna hjólið fyrir lokadaginn í landskeppninni. Líst ekki alveg á lýsinguna: 65 km í dauðabrekkunum við Nesjavelli... Rock on!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli