18. jún. 2010

Gleði, gleði, gleði...

Við höfum ekki undan að halda uppá skemmtilega viðburði!  Á miðvikudaginn var ég svo glöð að vera að komast í 4 daga frí.  Hjólaði heim í besta skapinu mínu enda átti ég líka von á því að Hæstiréttur myndi koma með góðar fréttir fyrir okkur.  Við hjónin gátum ekki annað en dregið fram freyðivínsflösku sem hafði beðið í kompunni eftir rétta tækifærinu og skáluðum út á svölum í kvöldsólinni!



Sautjándi júní var frábær hjá okkur öllum.  Gabríel fékk að fara með vini sínum í Borgarnes og taka þátt í hátíðahöldunum þar.  Hann tók m.a. þátt í keppnishlaupi og varð 3. af öllum, voða ánægður með sig.  Við hjónin hjóluðum með Lilju niðrí bæ og hittum þar afa Þór.  Við sáum Brúðubílinn, afi splæsti í risa Dóru blöðru og Lilja fékk íslenska fánann á kinnina í tilefni dagsins.  Á heimleiðinni fengum við okkur kaffi og með því á Amokka, bara notalegt. 




Svipmyndir úr miðbænum


Mestu gleðifréttirnar áttum við þó eftir að fá.  Hann Przemek (leigjandinn okkar í risinu) hringdi í okkur rétt rúmlega níu um kvöldið og tilkynnti okkur að þau Karolina hefðu eignast dóttur rétt fyrir klukkan átta og allt hefði gengið vel.  Þau koma heim í dag og við getum ekki beðið eftir að fá glænýja prinsessu í húsið.  Við upplifum okkur sem svona ská-ömmu og afa :)

Í dag á svo hún mamma mín afmæli og við Lilja byrjuðum daginn á að syngja fyrir hana.  Já, bara ef þið vissuð það ekki, þá er ég nefnilega svo heppin að eiga bestu mömmu í heimi...
Posted by Picasa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli