18. maí 2010

Þrisvar þrettán!

Ekki km, nei aldeilis ekki.  Dagurinn bara rétt að byrja og lífið leikur við mig.  Bóndi minn vakti mig með kossi og færði mér gjafir í morgunsárið, kanínupels kraga og eyrnalokka.  Kyssti börnin mín sofandi áður en ég lagði í hann út í daginn.  Hjólaði í blíðunni morgunhringinn minn sem er tæpir 30 km og naut þess að fá súrefni í kroppinn.  Ég fór í kjól í tilefni dagsins og vinnufélagarnir keppast við að knúsa mig til hamingju.  Ég er búin að kíkja nokkrum sinnum á Facebook til að hlýja mér enn meira um hjartaræturnar.  Hádegishlaupatúrinn var  sérstaklega rólegur í tilefni dagsins, með Oddi og Margréti, stórvinum mínum.  Gourmet í hádeginu hjá kokknum okkar að vanda og nú er förinni heitið til hans Reynis bakara sem var svo sætur að redda afmæliskökunni fyrir mig.  Ég veit vel hvað ég á það gott og er óendanlega þakklát.

1 ummæli:

  1. Góð byrjun á afmælisdegi! Til hamingju aftur, elsku Eva mín :)

    SvaraEyða