Það er svo gott að vera hraustur!
Átti alveg hreint frábæra helgi sem meðal annars innihélt tvær keppnir og það er gaman. Á laugardaginn mættum við hjónin í Hérahlaup Breiðabliks og bóndinn gerði sér lítið fyrir og sigraði á flottum tíma, 36:13. Frúin var aðeins spakari og hugsaði þetta sem 'koma sér í form' hlaup. Stefnan var sett á ca. 4:15 pace en einhvern veginn þá var miklu skemmtilegra að hlaupa á 4:25 :). Fríða Rún var lang fyrst og næsta kona á eftir mér var hvergi í augsýn og þá er voðalega freistandi að fara bara á gleðinni, sérstaklega ef maður er hvort eð er ekki að fara að bæta tímann sinn. Ég var líka komin með hugann hálfpartinn að næstu áskorun en það var fyrsta götuhjólakeppni sumarsins.
Við vorum fjögur sem ákváðum að skella okkur suðureftir saman. Oddur og Margrét sem eru vinnu- og hlaupavinir mínir og svo Sigrún vinkona mín. Flott veður og ég held að við höfum öll verið að deyja úr spenningi. Hrikalega gaman hjá okkur og hörkukeppni í kvennaflokknum en þar áttumst við við, ég og Ásdís Kristjáns, hlaupafélagi minn úr ÍR. Náði að sigra á endaspretti dauðans en það munaði ekki nema 2 sek. á okkur stöllum. Svona á þetta að vera!
Allir að gera sig klára fyrir keppni, Vignir, Eva, Oddur, Margrét og Ásdís.
Ásdís, Eva og Hrönn
Ljósmyndari: Kiddi - Myndir og úrslit á http://www.hfr.is/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli