26. maí 2010

104,3

Nei ekki kg, heldur km.

Við vorum þrjú í liðinu okkar í 'Hjólað í vinnuna' sem tókum okkur saman og ákváðum að hjóla yfir 100 km á síðasta degi átaksins.  Það var ekki af illri nauðsyn, við vorum fyrir með lang hæsta km fjöldann í bankanum, heldur svona stemmnings dæmi.  Tvö okkar gerðu þetta í fyrra líka, en þá voru aðstæður allt aðrar.  Í fyrsta lagi var hávaða rok megnið af dögunum sem átakið stóð yfir (man að ég hugsaði oft með mér hvern fjár... ég væri að spá, verðlaunin matur á Nings...) og svo sprakk á hjólinu mínu á 100 km deginum, ég þurfti að fá sent annað hjól til að klára dæmið og missti af félagsskapnum, ekki spennandi...

Í ár var þetta bara gaman, veðrið lék við okkur allan tímann og ég var komin heim fyrir átta á 100 km deginum.  Rétt skutlaðist í sturtu áður en ég fór í frábæran saumaklúbb með hlaupavinkonum mínum.  Fullkominn endir á frábærum degi að fá að raða í sig heilsu gúmmelaði  og dreypa á sumardrykkjum í frábærum félagsskap.  Læfs gúdd :)   



  Komin heim!

3 ummæli:

  1. Þú mátt ekki gleyma að í fyrra stórslasaðir þú þig líka!

    Glæsilegur árangur.. algjörir töffarar :)

    SvaraEyða
  2. Sæl Eva. Kíki oft á bloggin þín, bæði "fyrir og eftir...". Man að þú talaðir um það fyrir löngu síðan að þú hefðir hlaupið eftir frekar fjölskylduvænu maraþonprógrammi og var að velta fyrir mér hvort hægt væri að fá frekari upplýsingar um það?
    Bestu kveðjur
    Halla Þorvaldsd. hallath@gmail.com

    SvaraEyða
  3. Ekki málið, ég skal finna það til og senda þér.

    SvaraEyða