Mamma mín er alin upp á eyjunni Madagaskar í Afríku. Í fyrra, um Páskana, pantaði hún sér ferð þangað ásamt bróður sínum í Noregi. Þau syskin ætluðu að rifja upp gamla daga, heimsækja gamla heimilið og skólann sinn, fara að leiði systra sinna sem þau misstu, bara eins og þriggja ára gamlar og bara njóta þess að vera saman á æskuslóðunum.
Ferðinni var aflýst vegna þess að það skall á borgarastyrjöld í Madagaskar og ferðamönnum var ekki óhætt að vera í landinu.
Á mánudaginn fór mamma til Noregs. Þau syskin ætluðu að freista gæfunnar á ný, nú er friður í landinu og allt á tæru. Vélin þeirra átti að fara núna um hádegi í dag frá Osló.
Allt flug liggur niðri í Noregi vegna eldgoss á Íslandi!!!
Herregud!
SvaraEyða