Á laugardagskvöldið tók ég í fyrsta sinn þátt í því að útbúa sushi og mikið svakalega var það gaman og gott. Hef aldrei á ævinni borðað eins mikið sushi í einu, hingað til hefur það verið algjört dekur að narta í 6 bita eða svo...
Fór á hamingjufyrirlestur með mömmu minni. Fékk staðfestingu á því að ég er á góðri leið með heilmargt og náði mér í nokkrar góðar hugmyndir sem ég er strax búin að koma í framkvæmd. Eitt af því sem ég var staðráðin í að tileinka mér og koma í framkvæmd a.s.a.p., var að skipuleggja fastan tíma í 'date' fyrir okkur hjónin.
Var að velta því fyrir mér hvernig við ættum að koma því í framkvæmd á röltinu í Kringlunni, þegar það nánast datt í fangið á okkur frábær barnapía sem býr nokkrum húsum frá okkur og vantaði aukavinnu. Ekki verra að hún er einn besti spretthlaupari landsins! Eitt af þessum crazy secret momentum, sem ég er svo þakklát fyrir.
Var að velta því fyrir mér hvernig við ættum að koma því í framkvæmd á röltinu í Kringlunni, þegar það nánast datt í fangið á okkur frábær barnapía sem býr nokkrum húsum frá okkur og vantaði aukavinnu. Ekki verra að hún er einn besti spretthlaupari landsins! Eitt af þessum crazy secret momentum, sem ég er svo þakklát fyrir.
Í dag fórum við í Öskjuhlíðina í kanínuleit. Lilja fann kanínu öllum til mikillar gleði. Komin páskastemmning í fjölskylduna.
Gabríel ákvað að kveðja makkann. Mamman var ekki lengi að finna fram klippurnar. Hérna er nokkrar myndir af ferðalaginu...:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli