Sem ofæta þá hef ég upplifað algjört stjórnleysi. Það er vont. Í útvarpinu áðan varð ég vitni að manni sem gjörsamlega missti stjórn á sér. Okkar sögur tengjast á þann hátt að hann selur vöru sem er markaðsett sem undralausn við því stjórnleysi sem ég þekki af eigin raun. Að níðast á þeim sem eiga bágt og eru tilbúnir að reyna hvað sem er til að komast út úr sínu stjórnleysi, með því að bjóða þeim plat og prump... Það er ljótt.
Mikið er ég sammála
SvaraEyðaLjótt er það en löglegt.
SvaraEyða