25. mar. 2010

Prinsessan og perlan



Ennþá hundlasin þó ég sé nú samt sem áður á batavegi.  Kom litla skottinu á leikskólann í morgun, var nýbúin að fá mér smá bita, á leiðinni í bólið aftur þegar síminn hringdi. 'Það kom smá uppá... Við vorum að perla og Lilja stakk perlu í eyrað á sér. Þú verður að fara með hana á slysó.'   Við mæðgur fengum óvænta gæðastund, tvo og hálfan klukkutíma á slysó þangað til hægt var að sinna okkur en þá tók ca. 18 sek að ná perlunnu úr eyranu.  

Við mæðgur erum annars búnar að bralla heilmargt saman síðustu daga, fullt, fullt af tíma þegar maður lasin heima og ekki á hlaupaæfingum.  Í gær kenndi ég henni að hjóla og svo er fátt skemmtilegra en að baka með mömmu.  Við erum líka búnar að mála heilu bunkana af listaverkum og í gær rifjaði ég upp gamla takta frá mömmu, blés úr eggi og Lilja málaði eggið, við límdum fjaðrir á það og hengdum upp í sparigluggann.  Smellið hérna til að heyra Lilju syngja!


Posted by Picasa

1 ummæli:

  1. Eva, til lukku með að vera komin á netið aftur ;-) Takk fyrir umhyggjuna í dag.
    Kv. Oddur K

    SvaraEyða