26. mar. 2010

Aftur til fortíðar

Vigtunardagur í dag hjá okkur Bibbu.  Frávikin voru engin, sem er sögulegt í 6 ára sögu vigtunarklúbbsins!  Slepptum reyndar vigtuninni í þetta sinn....  

Fórum á Krúsku og fengum gómsætan kjúklinga/grænmetisrétt, tvöfaldan kaffi latte og súkkulaðiköku með rjóma í eftirrétt.  Rifjuðum upp gamla góða tíma.  Leystum nokkrar lífsgátur.  Hlustuðum.

Það er eiginlega ekkert sem mér finnst meira áríðandi en að eiga svona stund með þessari vinkonu minni sem fattar mig stundum betur en ég sjálf.

Fyrst þegar við hittumst fannst mér við eins og svart og hvítt.  Nú finnst mér við bara eins og hvítt.  Við höfum verið spurðar hvort við séum systur.  Í dag þegar við vorum að panta þá spurði afgreiðslukonan: 'Ætlar þú líka að fá...'.  Við svöruðum í kór 'Við erum eins!'.

Samt erum við allt öðruvísi.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli