29. mar. 2010

Páskaeggjaleit í vinnunni



Þvílíkt ævintýrir að hitta Fransínu mús!  Lilja var búin að teikna handa henni mynd á leikskólanum.  Krakkarnir voru leystir út með flottu páskaeggi (Rísegg nr. 4), það fannst mér höfðinglegt hjá skemmtinefndinni okkar.
Posted by Picasa

28. mar. 2010

Sushi hamingja

Á laugardagskvöldið tók ég í fyrsta sinn þátt í því að útbúa sushi og mikið svakalega var það gaman og gott.  Hef aldrei á ævinni borðað eins mikið sushi í einu, hingað til hefur það verið algjört dekur að narta í 6 bita eða svo...  


Fór á hamingjufyrirlestur með mömmu minni.  Fékk staðfestingu á því að ég er á góðri leið með heilmargt og náði mér í nokkrar góðar hugmyndir sem ég er strax búin að koma í framkvæmd.  Eitt af því sem ég var staðráðin í að tileinka mér og koma í framkvæmd a.s.a.p., var að skipuleggja fastan tíma í 'date' fyrir okkur hjónin.

Var að velta því fyrir mér hvernig við ættum að koma því í framkvæmd á röltinu í Kringlunni, þegar það nánast datt í fangið á okkur frábær barnapía sem býr nokkrum húsum frá okkur og vantaði aukavinnu.  Ekki verra að hún er einn besti spretthlaupari landsins!   Eitt af þessum crazy secret momentum, sem ég er svo þakklát fyrir.  

Í dag fórum við í Öskjuhlíðina í kanínuleit.  Lilja fann kanínu öllum til mikillar gleði.  Komin páskastemmning í fjölskylduna.  


Gabríel ákvað að kveðja makkann.  Mamman var ekki lengi að finna fram klippurnar.  Hérna er nokkrar myndir af ferðalaginu...:

                
                                      

26. mar. 2010

Aftur til fortíðar

Vigtunardagur í dag hjá okkur Bibbu.  Frávikin voru engin, sem er sögulegt í 6 ára sögu vigtunarklúbbsins!  Slepptum reyndar vigtuninni í þetta sinn....  

Fórum á Krúsku og fengum gómsætan kjúklinga/grænmetisrétt, tvöfaldan kaffi latte og súkkulaðiköku með rjóma í eftirrétt.  Rifjuðum upp gamla góða tíma.  Leystum nokkrar lífsgátur.  Hlustuðum.

Það er eiginlega ekkert sem mér finnst meira áríðandi en að eiga svona stund með þessari vinkonu minni sem fattar mig stundum betur en ég sjálf.

Fyrst þegar við hittumst fannst mér við eins og svart og hvítt.  Nú finnst mér við bara eins og hvítt.  Við höfum verið spurðar hvort við séum systur.  Í dag þegar við vorum að panta þá spurði afgreiðslukonan: 'Ætlar þú líka að fá...'.  Við svöruðum í kór 'Við erum eins!'.

Samt erum við allt öðruvísi.


25. mar. 2010

Prinsessan og perlan



Ennþá hundlasin þó ég sé nú samt sem áður á batavegi.  Kom litla skottinu á leikskólann í morgun, var nýbúin að fá mér smá bita, á leiðinni í bólið aftur þegar síminn hringdi. 'Það kom smá uppá... Við vorum að perla og Lilja stakk perlu í eyrað á sér. Þú verður að fara með hana á slysó.'   Við mæðgur fengum óvænta gæðastund, tvo og hálfan klukkutíma á slysó þangað til hægt var að sinna okkur en þá tók ca. 18 sek að ná perlunnu úr eyranu.  

Við mæðgur erum annars búnar að bralla heilmargt saman síðustu daga, fullt, fullt af tíma þegar maður lasin heima og ekki á hlaupaæfingum.  Í gær kenndi ég henni að hjóla og svo er fátt skemmtilegra en að baka með mömmu.  Við erum líka búnar að mála heilu bunkana af listaverkum og í gær rifjaði ég upp gamla takta frá mömmu, blés úr eggi og Lilja málaði eggið, við límdum fjaðrir á það og hengdum upp í sparigluggann.  Smellið hérna til að heyra Lilju syngja!


Posted by Picasa

22. mar. 2010

Tuð

Hefði betur sleppt því að tuða yfir að fá ekki að vera í friði í veikindafríinu mínu.  Tók við pestinni hennar Lilju og er ein heima, í veikindafríi, stútfull af kvefi, með hausverk og hita.  Já og skakklappast náttúrulega um í múmíubúningnum mínum.  

Be careful what you wish for...

20. mar. 2010

Corn rows



Það góða við að vera í hlaupapásu er að maður hefur fullt af tíma til að sinna vanræktu börnunum sínum...  Í dag fórum við Gabríel í Kringluna, keyptum flotta skó á hann og fengum okkur kaffi á Kaffitár.  Eftir brunch með hlaupafélögunum fórum við í bæinn og Gabríel fékk afró fléttur!   Beauty is pain og drengurinn er heldur betur búin að kynnast því.  Frekar vont að láta tosa svona í hárið á sér og hann var alveg á mörkunum með að þola þetta.  Aðeins farið að slakna á hárinu núna og guttinn farinn að söngla og brosa aftur, vera eins og hann á að sér að vera.  Við þurftum náttúrulega að mynda herlegheitin í bak og fyrir, varð að hafa síðustu myndina með þar sem unglingurinn er alveg að gefast upp á mömmu sinni :þ 

Posted by Picasa

19. mar. 2010

Mitt veikindafrí...

Ég var búin að sjá það fyrir mér að dingla hérna ein heima með sjálfri mér á meðan ég væri að jafna mig, með tærnar upp í loft, kíkja í bók, prjóna...

Á mánudagskvöldið krækti Lilja sér í nýja pest og lagðist í bólið.  Við vorum hrædd um að hún væri aftur komin með lungnabólgu (ljótur hósti) og fengum lækni til að kíkja á hana.  Sem betur fer var þetta bara venjuleg leikskólapest, hiti, hósti, hor...

Verð að viðurkenna að ég var pínu svekkt yfir því að þurfa að deila veikindafríinu mínu. Það er eitt að vera sprækur og sjá um veikan grísling, allt annar handleggur að vera slappur sjálfur.  Mamma og Þórólfur hafa staðið vaktina með mér svo ég hef aðeins getað farið út að viðra mig  og hvílt mig inn á milli.

Á hinn bóginn höfum við mæðgur bara haft gott af því að dingla heilmikið saman, horft á myndir, leirað, kubbað, málað, lesið.  Það er eins og hún skilji að ég er ekki alveg 100 % og er voða dugleg að hjálpa sér sjálf.  

18. mar. 2010

Snigill

Aðgerðin gekk eins og í sögu og ég er strax komin á ról.  Fór í göngutúr í morgun, rölti til skósmiðsins og svo labbaði ég upp í Nings áðan og náði mér í kvöld snarl.  Ég tók garminn með mér í gamni og ég var 12 mínútur með kílómeterinn!  Ég næ nú samt alveg að njóta þess að sniglast þetta, maður upplifir umhverfið á annan hátt.

16. mar. 2010

Fastandi

Nei, ekki nýr megrunarkúr...  Ég er að fara í aðgerð á morgun.  Ætla loksins að láta drauminn rætast og fá mér RISA BRJÓST! 

Thí, hí, vá hvað ég yrði asnaleg þá.  Nei, ég er nú bara að fara í mjög óspennandi æðahnútaaðgerð en ég fékk einn krúttlegan á kálfann þegar ég gekk með hana Lilju mína.  Ég fór í skoðun fyrir nokkru og spurði lækninn hvort það væri eitthvað sem ég hefði getað gert til að fyrirbyggja þetta, t.d. hreyfa mig eða borða hollan mat... :þ

Nei, þetta er arfgengur andskoti, svaraði doksi.  Erfist í beinan fótlegg.

15. mar. 2010

1967?

Tignarlegt afró. Vantar bara mottuna :þ
Posted by Picasa

14. mar. 2010

Lokahóf Powerade


Glæsilegt lokahófið í Powerade seríunni. Náði mínum besta árangri hingað til, bæði í hlaupatímum og lokaúrslitum. Endaði í 2. sæti í heildarkeppninni á milli Arndísar og Írisar (ekki slæmur félagsskapur) og í 1. sæti í mínum aldursflokki. Gaman að sjá fullt af vinum og félögum uppskera eftir veturinn.

Saknaði þess nú samt að sjá engann af mínum gömlu hlaupafélögum á palli... Ohh well.
Posted by Picasa

12. mar. 2010

Ég fíla mottur!

Mér finnst gaman að sjá alla strákana með motturnar.  Nú er bóndinn búin að láta vaða líka.  Frúin er ánægð.

11. mar. 2010

Fyrir og eftir

Mér var boðið að taka þátt í rannsókn á nýrri vöru sem er væntanleg á markað innan skamms. Um er að ræða dropa til að bera á andlitið og ef allt gengur eftir verð ég aftur eins og fermingarstúlka í framan. Ég var reyndar frekar ellilegur unglingur.  Held meira að segja að ég sé nú bara unglegri núna, án dropanna...



En alla vega, í gærkvöldi mætti fríður hópur til ljósmyndara sem smellti af okkur 'Fyrir' mynd. Eftir tvær vikur er mæting á sama stað og sama tíma til að taka 'Eftir' mynd.

9. mar. 2010

Vanhæfar flugfreyjur

Ég var einu sinni flugfreyja.  Það sem þarf til að vera góð flugfreyja er tungumálakunnátta, þjónustulund og hæfileikinn til að leysa úr óvæntum vandamálum skjótt og vel.  Mér fannst ekkert gaman að vera flugfreyja og hætti, fullt annað í boði fyrir mig.

Horfði á Silfur Egils áðan á netinu.  Maður þarf ekkert að hafa áhyggjur af vanhæfum flugfreyjum, þ.e. sem tala ekki útlensku, geta ekki leyst úr vandamálum og eru gjörsamlega skertar allri þjónustulund.  Þær eiga sér líka athvarf.  Ekkert að segja að hinir í sandkassanum hafi verið skárri.

Einhvern tíma sagði einhver að 'Þjóðin vill þetta og hitt...'.  Það var ekkert á bak við það annað en nokkrar hræður með potta og tilfinning viðmælandans.  Fleiri sem lesa bloggið mitt, díhhh... 

Þegar 135 þúsund Íslendingar gera sér ferð til að segja: Helvítis, fokking, fokk!  Þá á maður að hlusta.

7. mar. 2010

Mín prívat kreppa

Á fimmtudaginn voru kaflaskil í mínu lífi.

Ég var rétt svo farin að feta mig á beinu brautinni, eftir að hafa verið með allt niður um mig í fleiri ár.  Eitt af því sem fór alveg í vaskinn hjá mér voru fjármálin og hluti af því að snúa við blaðinu var að borga upp yfirdrátt og kredikortaskuldir, fyrir utan afborganir af lítilli  íbúð sem ég átti.

Greiðsluplanið sem ég grenjaði út (í orðsins fyllstu...) í bankanum hljóðaði uppá 63 þúsund krónur á mánuði.  Það var svo sem raunhæft þegar það var gert en korteri seinna var ég ground-uð ófrísk flugfreyja með rúmar 90 þúsund krónur í laun.  Þegar hann Gabríel kom svo í heiminn tóku við mæðralaun sem á þeim tíma voru 68 þúsund á mánuði.  Þetta var svo sem ekkert drama þannig, borðaði bara mikið af núðlum og átti nóga mjólk fyrir guttann.  

Svo var ákveðið á húsfundi að fara í framkvæmdir.  Minn hluti af kostnaðinum var 300 þúsund.     Íbúunum var boðið að taka lán fyrir framkvæmda kostnaði og ég þurfti að taka mitt lán til 15 ára til að ráða við afborganirnar.  300 þúsund til 15 ára!

Ég veit ekki alveg af hverju ég hef ekki borgað upp þetta lán fyrr, fann svo sem aldrei fyrir þessum tvö, þrjú þúsund kalli á mánuði.  Svo minnti þetta lán mig líka á, að setja mig aldrei í þessa stöðu aftur.   Enginn yfirdráttur, engar kortaskuldir.  Smá nostalgía að halda í það, til að gera sér grein fyrir hversu gott maður hefur það.  

Núna á fimmtudaginn, ca. 11 árum síðar, borgaði ég eftirstöðvarnar af láninu, rétt rúmar 127 þúsund krónur.  Mér fannst það einhvern veginn passa að gera það núna.  Þetta lán er örugglega ein ástæðan fyrir því að það er engin kreppa hjá mér.



6. mar. 2010

Mössuð

Var sjanghæuð í að vera með í Lífstílsmeistaranum sem verður haldin næstu helgi í Kef.  Tek hlaup og bekkpressu.  Hlaupið er svo sem pís of keik en bekkpressan er eitthvað alveg nýtt fyrir mér.  Búin að hafa 10 daga til að æfa mig.  Í dag tókum við daginn snemma og mættum í Átak á æfingu.  Fann loksins fyrir farmförum og reikna með að rúlla þessu upp.  Það skal samt tekið fram að þessi orð eru skrifuð eftir einn eða tvo.... 

Annars bara að chilla á Akureyri með ástinni minni í árshátíðarferð.  Nautasteik og súkkulaðifrauð.  Breezer og tjútt.  Læfs gúdd.  

4. mar. 2010

Nei

Þegar maður er öfugsnúinn þá verður maður að drífa sig að kjósa, til vonar og vara, bara til að gera sagt...

Ég er búin að kjósa ;)

3. mar. 2010

Stjórnleysi

Sem ofæta þá hef ég upplifað algjört stjórnleysi.  Það er vont.  Í útvarpinu áðan varð ég vitni að manni sem gjörsamlega missti stjórn á sér.  Okkar sögur tengjast á þann hátt að hann selur vöru sem er markaðsett sem undralausn við því stjórnleysi sem ég þekki af eigin raun.  Að níðast á þeim sem eiga bágt og eru tilbúnir að reyna hvað sem er til að komast út úr sínu stjórnleysi, með því að bjóða þeim plat og prump...  Það er ljótt. 

2. mar. 2010

Að troða sér í blöðin...



Óþolandi þetta fólk sem er alltaf að hringja í blaðamenn og biðja um athygli :)
Posted by Picasa

1. mar. 2010

Ræræræræræ...

Klukkan 15:30 var enn of hvasst til að lenda og klukkan 16:00 var síðasta ferð með Herjólfi.  Poppaði einni sjóveikistöflu.  Ekki fyrr búin þegar ég fékk sms um að mæta í flug.  Kom heim rallhálf og lítið gagn í mér...