Komin til Vestmannaeyja! Allt á kafi í snjó en fínasta veður og svo fallegt hérna. Fíla mig sem algjört celeb... Var nefnilega boðið að koma og halda fyrirlestur í tengslum við heilsueflingardag sem verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á morgun.
Markmiðið með deginum er að kynna þá möguleika sem í boði eru hérna varðandi hreyfingu og hollan lífsstíl. Boðið verður uppá fræðsluerindi í tengslum við hreyfingu, næringu og ýmislegt sem tengist áhættu lífstílssjúkdóma. Það verður hægt að fara í alls konar mælingar, frítt í sund og dagskránni lýkur með kynningartíma í yoga.
Er búin að koma mér fyrir á Hótel Þórshamri. Planið hjá mér er að fara í gönguferð með vinkonu minni eftir hádegi og í kvöld er matarboð. Fyrirlesturinn minn er kl. 10 og svo skokkum við saman á eftir. Ég ætla að reyna að komast aðeins í sund líka og er mjög spennt fyrir að prófa yoga tímann áður en ég fer aftur heim í faðm fjölskyldunnar minnar.
Þar fyrir utan ætla ég bara að slaka á og njóta þess að vera í húsmæðraorlofi, læfs good!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli