Ætlarðu undir 40 núna? Ef ég heyri þetta einu sinni enn þá gubba ég (neiiihhh djók). Ég vildi samt óska þess að fólk myndi hætta að spyrja mig. Þetta er næstum því eins leiðinleg spurning eins og 'á ekki að koma með annað?'. Fyrir mig er hluti af því að ná árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur, skilningur minn á því að góðir hlutir gerarst hægt, maður uppsker eins og maður sáir og njóttu leiðrarinnar, hún er það sem skiptir máli á endanum.
Ef aðalmarkmið mitt væri að fara undir 40 a.s.a.p. þá myndi ég bara setja það í forgang, sleppa öðru og demba mér í það. Ég þekki svo marga sem hafa gert það akkúrat þannig. Tekið þetta með oforsi, náð einu svaka fínu hlaupi og hvað svo..., jú ná aldrei aftur sama dampi og lifa á fornri frægð, alltaf pínu svekktir með sjálfan sig.
Alveg eins og megrunarfólkið. Það er ekkert mál að taka af sér 10/20/30 kíló í einhverju megrunarrugli. Þegar ég þarf að taka af mér 1 kg þá sleppi ég kannski brauði í eina, tvær vikur og þá er kílóið farið og kemur ekkert aftur nema ég geri eitthvað í því að fá það til baka.
Þannig að, látið öllum illum látum. Náið ofurárangri, einn, tveir og þrír. Haldið áfram að meiðast, fitna, vera svekkt o.s.frv. Ég er bara í allt öðrum pakka og hef engan áhuga á að þessum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli