11. feb. 2010

Pissar ekkert upp á mig

Segir maður það annars.  Ég á svo erfitt með að skilja fólk sem getur látið eitthvað fara í taugarnar á sér sem hefur í rauninni engin áhrif á þeirra líf, alla vega engin sem skiptir máli.  Ég á reyndar bara erfitt með pirrað fólk yfir höfuð, finnst það leiðinlegt.  Mér finnst aftur á móti mjög skemmtilegt fólk sem hefur sterkar skoðanir og er tilbúið að berjast fyrir þeim, á uppbyggilegan hátt n.b.

Ég hef lært það í gegnum íþróttirnar og lífið að það að hjálpa öðrum til að ná sínum besta árangri er besta leiðin til að ná góðum árangri sjálfur.  Um leið og maður fer að lifa í öfund og reynir að draga úr náunganum þá dregur maður úr sjálfum sér í leiðinni og kemst ekki lönd né strönd, plús að manni líður illa í leiðinni.

Það pissar sem sagt ekkert upp á mig ef einhver annar nær frábærum árangri, sama í hverju það er.  Ég samgleðst og nýt þess að vera nálægt 'winnerum' í lífi og starfi.  Þá kemst maður hreint og beint ekki hjá því að verða 'winner' sjálfur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli