Ég var alveg öskureið og sár. Vinur minn öskraði í áttina til mín 'Eva slefa, Eva slefa...'. Ég ætlaði aldrei að tala við hann aftur. Svo séri ég mér að honum og öskraði ég til baka: 'Nonni sponni spíturass, rekur við og segir pass!'.
Eða kannski var það öfugt. Man ekki hver byrjaði. Ég var 6 ára, hann 5.
Ég man samt að klukkutíma seinna sátum við saman í eldhúsinu heima hjá mér, búin að segja fyrirgefðu og mamma bakaði handa okkur pönnukökur.
Til hamingju með daginn Nonni vinur minn, ef þú sérð þetta.
(Þetta er nú eiginlega met, slef og prump í sömu sögunni, hvar endar þetta... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli