Hvað er málið með fólk sem missir sig yfir niðurstöðum úr BMI útreikningum. BMI er staðall sem byggir bara á einföldum útreikningi á hæð og þyngd. Hann gefur vísbendingu um hvort fólk er spikfeitt, feitt, meðal, grannt eða horað.
Ég get alveg bilast á fólki sem vill ræða það út í hið óendanlega hvort að BMI staðallinn sé réttur eða ekki. Hann er ekkert annað en hann er, einn stakur, ófullkomin, en vissulega hjálplegur í mörgum tilfellum til að gefa fólki vísbendingar um hvort það sé að komið út fyrir einhver skynsamleg mörk. Hvort þú ert BMI 22 eða 29, það breytir þér á hverri stundu bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Þú er jafn feitur eða mjór og þú ert. Að taka því sem persónulegri móðgun frá hjúkrunarfræðingi að þú sért utan marka í prófi sem þú biður um að fá að fara í er ALGJÖRLEGA ÚT Í HÖTT!
Álíka gáfulegt og að breyta bara stærðunum á fötunum til þess að láta sér líða betur. Sama mussu lufsan en nú heitir hún L en ekki XL.
Döhhhh...
Vá, hvað ég er sammála þér...annars gaman að sjá þig blogga aftur ;-)
SvaraEyðaKveðja,
Margrét
Algjörlega sammála þér Eva. Ég er ein af þessum móðgandi hjúkkum :)
SvaraEyðaSammála Margréti. Gott að sjá bloggið þitt aftur.