28. feb. 2010

Taka tvö

Fluginu í morgun var aflýst og þá var bara um að gera að skella sér í ræktina í staðinn. 

Á meðan ég var á staðnum þá kom stór og stæðilegur maður, skellti sér á brettið og gerði sér lítið fyrir og bætti tíminn minn.  Þá var mjög freistandi að prófa aftur, reynslunni ríkari... 

Tíminn minn var 3:53
Nýi tíminn var 3:41

Í þetta sinn var ég mjög skynsöm og hljóp á jöfnum hraða allan tímann, gat svo aukið aðeins í lokin.  Endaði á tímanum 3:46.  Keppinautur minn var svakalega hamingjusamur með þetta, feginn að þurfa ekki að fara aðra lotu.

Kom í ljós að hann og konan hans eru Þrekmeistara reynsluboltar og eftir að ég var búin að pústa fékk ég leiðsögn hjá þeim í bekkpressu og önnur góð ráð.  Cool.

27. feb. 2010

Down under

Hérna sit ég á herberginu mínu á Hótel Þórshamri og læt fara vel  um mig.  Ekkert flug í dag, tvísýnt með það á morgun... 

Er búin að eiga alveg frábæran tíma hérna í Eyjum.  Fólkið hérna minnir mig eiginlega mest á Ástrali, þ.e. einstaklega vinalegt og þægilegt i umgengni, kraftmikið og stútfullt af húmor.  Hér líður mér vel.

Ég er alveg upprifin eftir að hafa upplifað heilsueflingardaginn hérna í Eyjum.  Dagurinn hjá mér byrjaði á fyrirlestri fyrir fullum sal áhugasamra Eyjamanna.  Eftir fyrirlesturinn sat ég fyrir svörum í hálftíma og svo hlupum við saman.  Kraftmiklir hlauparar sem létu brekkur og rok ekkert á sig fá.  Hópurinn er með háleit markmið um að halda keppnishlaup og það veit sá sem allt veit að hafi ég nokkur tök á, þá verð ég fyrst til að mæta á ráslínu!

Ég sá ekki betur en að annar hver íbúi, ef ekki meira, hafi gert sér ferð í íþróttahúsið í dag. Eftir hlaupið sat ég góðan fyrirlestur um næringu og heilsu og svo skelltum við okkur í heita pottinn, en Eyjamenn eru að byggja upp fyrirmyndar sundaðstöðu á staðnum.  Á meðan við sátum í heita pottinum skall á okkur risa haglél og þrumuveður ægilegt.  Við sáum hvern blossann á fætur öðrum og töldum þar til við heyrðum drunurnar og rétt náðum upp í 10 með því að telja mjög hratt.  Þegar presturinn lét sig hverfa út pottinum, eftir að hafa sagt okkur nokkrar sögur af mönnum sem höfðu bókstaflega soðnað við þessar aðstæður, þá vorum við fljótar að elta hann.  Enduðum daginn á því að fara í yoga tíma, gott að teygja á og taka góða slökun eftir annasaman dag. 

Sakna fólksins míns, en að öðru leyti þá hef ég það ótrúlega gott.  Ég rölti út áðan, eftir smá kríu, til að fá mér bita og þá fékk ég afhentan lykil af hótelinu (ekki herberginu :), just in case, ef ég myndi vera seint á ferð...    Í gær hrökk ég heldur betur við þegar ég rigsaði í eigin heimi úr ræktinni upp á hótel, þegar táningspiltur sem var að moka snjó úr innkeyrslu kallað hátt og skýrt til mín: 'Góðan daginn'.   Notalegt. 

26. feb. 2010

Áskorun í Hressó

Komum við á líkamræktarstöðinni á göngutúrnum okkar.  Stórt plakat á veggnum.  Áskorun vikunnar: 800 m hlaup á bretti í 10° halla.  Nöfn og tímar á litlu blaði til hliðar.  Á ég... eða ekki...   Hugs, hugs.  Ok þá, gefst upp.

Update: 
Time to beat: 3:58
Time to beat now 3:53 :)

Út í Eyjum

Komin til Vestmannaeyja!  Allt á kafi í snjó en fínasta veður og svo fallegt hérna.  Fíla mig sem algjört celeb...   Var nefnilega boðið að koma og halda fyrirlestur í tengslum við heilsueflingardag sem verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á morgun. 

Markmiðið með deginum er að kynna þá möguleika sem í boði eru hérna varðandi hreyfingu og hollan lífsstíl.  Boðið verður uppá fræðsluerindi í tengslum við hreyfingu, næringu og ýmislegt sem tengist áhættu lífstílssjúkdóma.  Það verður hægt að fara í alls konar mælingar, frítt í sund og dagskránni lýkur með kynningartíma í yoga.

Er búin að koma mér fyrir á Hótel Þórshamri.  Planið hjá mér er að fara í gönguferð með vinkonu minni eftir hádegi og í kvöld er matarboð.  Fyrirlesturinn minn er kl. 10 og svo skokkum við saman á eftir.  Ég ætla að reyna að komast aðeins í sund líka og er mjög spennt fyrir að prófa yoga tímann áður en ég fer aftur heim í faðm fjölskyldunnar minnar. 

Þar fyrir utan ætla ég bara að slaka á og njóta þess að vera í húsmæðraorlofi, læfs good! 

Drukn...

Það var haldin Tvíþraut í Laugum í kvöld.  Ég upplifði déjà vu dauðans.  Synti fyrstu 100 m (af 500 m) allt of hratt, gleymdi mér í æsingnum.  Sprakk með hvelli og ekkert annað að gera en skipta yfir í bringusund og dóla restina á seiglunni.  Allir farnir og búið að slökkva ljósin þegar ég skreið loks upp á bakkann og gat farið að gera eitthvað af viti.

Var bara þokkalega ánægð með hlaupið, 5 km á 20:18.  Drullu erfitt samt.

Helga Árna vann þrautina, respect!

Hljóp mig upp um 6 sæti (9 konur tóku þátt) og endaði 3. í heildina, 2. í aldursflokki og fékk fallega rós og flottan pening að launum.

Það var æsispennandi að fylgjast með körlunum og skipuleggjendur stóðu sig með stakri prýði.  Hér er hægt að skoða úrslitin. 


24. feb. 2010

Skinka

Mamma, veistu hvað skinka er?

Sonur minn spurði mig í gær.  Jú, jú það eru appelsínugular stelpur, með hvítt hár og tútturnar út í loftið...  

Mamma, ég veit um eina skinku.  Hún er með hvítt hár og alltaf með eitthvað svona dót á augunum.  Hún á að vera með gleraugu en vill ekki nota þau og sér ekki neitt...  Svo pínir hún sig líka til að vera berfætt í skónum og er meira að segja komin með hælsæri!!!

Ó hvað ég er glöð með svipinn sem fylgdi sögunni  :)

23. feb. 2010

Eva slefa

Ég var alveg öskureið og sár.  Vinur minn öskraði í áttina til mín 'Eva slefa, Eva slefa...'.  Ég ætlaði aldrei að tala við hann aftur.  Svo séri ég mér að honum og öskraði ég til baka: 'Nonni sponni spíturass, rekur við og segir pass!'. 

Eða kannski var það öfugt.  Man ekki hver byrjaði.  Ég var 6 ára, hann 5.

Ég man samt að klukkutíma seinna sátum við saman í eldhúsinu heima hjá mér, búin að segja fyrirgefðu og mamma bakaði handa okkur pönnukökur.

Til hamingju með daginn Nonni vinur minn, ef þú sérð þetta.

(Þetta er nú eiginlega met, slef og prump í sömu sögunni, hvar endar þetta... :)

Vinkonur



Við Lilja erum góðar vinkonur og hlaupum stundum saman.


Ég prjónaði afgangapeysu handa henni.



Hún prjónaði bangsa fyrir mig.
Posted by Picasa

MÍ 35+



Á endaspretti í 200 m.


Gamla svífur bara...



Með stelpunum á ráslínu í 3000 m  :)

Myndirnar eru frá Elínu og Summa.

Posted by Picasa

22. feb. 2010

Yoga high

Í dag fór ég í fyrsta tímann á Yoga námskeiði.  Algjörlega kolfallinn, naut hverrar einustu mínútu í botn, yoga verður hluti af mínu lífi héðan í frá.  

Passar fullkomlega fyrir mig enda takmarkið að geta verið öfugsnúin í orðisins fyllstu, án þess að blása úr nös... 

20. feb. 2010

Ljótir kjólar

Ég á ljótan kjól og ég á fallegan kjól.  Mér finnst betra, góð manneskja í ljótum kjól en vond manneskja í fallegum.  Mér finnst líka allt í lagi að kalla ljótan kjól, ljótan.

19. feb. 2010

Prumpufýlusaga

Einu sinni var ung kona sem hét Ave og það skemmtilegasta sem hún vissi var að spila krullu.  Dag einn rakst hún á auglýsingu um krulluklúbb í hverfinu.  Hún hoppaði hæð sína af gleði, ákvað að skrá sig í klúbbinn og mætti glöð og spennt á fyrsta krullufundinn, en þeir voru haldnir í stórum sal með alveg sérstaklega fallegu útsýni.  Henni var kannski ekki beint vel tekið í fyrstu, gömlu krullunum í krulluklúbnum fannst hún svolítið fyrirferðamikil, að hún talaði aðeins of hátt og svo var hún eiginlega alltaf brosandi.  Það var eitthvað stórkostlega bogið við það, hún var kannski bara pínu vangefin eða eitthvað...  En Ave lét það þó ekki á sig fá og einbeitti sér að krullunni og eftir nokkurn tíma ákváðu gömlu krullurnar að umbera hana og henni fór líka að þykja voða vænt um marga krullarana og krullurnar.

Svo gerðist það á einum krullufundinum að einn krullufélaginn prumpaði nokkuð kröftuglega og upp gaus ansi vond prumpufýla. Ave skottaðist út að næsta glugga og þegar hún var í þann veginn að opna hann til að fá frískt loft í salinn, þá hlupu félagarnir til, læstu glugganum og spurðu hvað hún héldi eiginlega að hún væri að gera?  'Það var bara einhver sem prumpaði og ég ætla að opna gluggann'; svaraði Ave. Þá urðu félagarnir alveg ösku illir og sögðu að það hefði alls enginn prumpað. 'En ég heyrði það greinilega og ég finn líka prumpufýlu'.  'Nei, það gerðir þú ekki, hér prumpar enginn', sögðu félagarnir. 'En ég prumpa stundum sjálf og þá segi ég bara afsakið og opna gluggann, það er ekkert mál, það prumpa allir einhvern tímann.' 'Nei alls ekki', sögðu félagarnir einum rómi: 'Hér prumpar enginn og það gerir þú ekki þú heldur'.

Ave vissi ekki alveg hvernig hún átti að bregðast við þessum skilaboðum. Þau voru voða mörg, stóðu þétt saman og virtust öll vera sammála. Hún ákvað að draga sig aðeins í hlé meðan hún var að átta sig, mætti bara einu sinni í viku á krullufundi og fann sér sæti innst inni í horni við gluggan.  Þá gat hún laumast til að opna hann pínulítið án þess að nokkur tæki eftir því, ef prumpufýlan yrði óbærileg.

Þetta gekk ágætlega um stund en svo gerðist það einn daginn, að einn félaginn prumpaði svo svakalega hátt og mikið að Ave fann hvernig hljóðhimnurnar titruðu í kollinum á henni. Í kjölfarið gaus upp sú versta prumpufýla sem Ave hafði fundið á ævi sinni. Svo vond að hún fékk tár í augun og það krullaðist upp á augnhárin. Hún leit í kringum sig og sá félagana græna í framan og nokkrir laumuðust til að gubba pínulítið. Nú hlýtur að vera í lagi að opna gluggann hugsaði Ave með sér, þau hljóta að skilja að það.

Ave hljóp að stærsta glugganum og opnaði alveg upp á gátt.  Fersk loftið streymdi inn í salinn og Ave dró djúpt andann og brosti. En þegar hún snéri sér við, þá brá henni heldur betur í brún. Félagarnir horfðu á hana með haturs augnaráði og svo byrjaði einn út í horni að hvísla..og svo annar og enn fleiri, taktfast: 'Svikari, svikari, svikari...'.  Að lokum varð hávaðinn svo ærandi að Ave hljóp í burtu eins og fætur toguðu og faldi sig.

Ave lét lítið á sér kræla næstu vikurnar og skammaðist sín fyrir að vera svona ómöguleg. Svo gerðist svolítið stórkostlegt.  Dag einn þegar Ave var sorgmædd og í þungum þönkum yfir stöðunni sem hún var búin að koma sér í, birtist falleg álfkona með björt augu og hreina sál.  Hún tók undir hökuna á Ave, horfði blíðlega í augun á henni og sagði að hún þyrfti ekki að vera leið lengur, það væri nefnilega annar krullukúbbur í hverfinu og þar væru allir velkomnir.  Ave horfði niður á tærnar á sér og svaraði grafalvarlega að það væri ekki svo einfalt, hún væri nefnilega ekki alveg í lagi, hún ætti það til að prumpa.  Þá brosti fallega álfkonan og svo fór hún að skellihlægja.  Hún hló svo innilega að hún hristist öll og tárin láku niður fallegu kinnarnar hennar.  Svo breiddi hún út faðminn og sagði: 'Elsku Ave mín, það prumpa allir einhvern tímann, það er ekkert mál.   Maður segir bara afsakið og opnar gluggann'.

~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ 

Eftirskrift:  Ég fékk nokkur comment á söguna fyrst þegar ég birti hana en ákvað að taka þau út af því að mér fannst þau leiðinleg.  Engu að síður og eftir á að hyggja, þá veita þau smá innsýn inn í þessa reynslu mína, sem varð til þess að ég skrifaði Prumpufýlusögu.  Þannig að: Orð skulu standa og til þeirra skyldi maður vanda.

5 comments:


Steffi sagði...

Letting go doesn't mean we don't care. Letting go doesn't mean we shut down.
Letting go means we stop trying to force outcomes and make people behave.
It means we give up resistance to the way things are, for the moment.
It means we stop trying to do the impossible--controlling that which
we cannot--and instead, focus on what is possible--which usually means
taking care of ourselves. And we do this in gentleness, kindness,
and love, as much as possible.

Melody Beattie

I hope you can find the strength to let go!


~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ 
Eva sagði...
Steffi, funny how you choose to spend your time reading up on someone you don't even like (as you wrote to me) and someone you don't even respect any more (as you wrote to me as well), someone you basically executed on Facebook.

Maybe the question you should ask yourself is why you can't let me go?


~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ 
Steffi sagði...
Executed on FB?? In which world are you living? I never ever used your NAME on FB! You made it personal, I didn't!

I also never wrote that I don't like you or that I don't respect you. NEVER! Re-read it if you don't believe me!I said that you and I have nothing in common and are completely different people with different characters and that I lost a little (of the lot of) respect I had for you.

I have let all this go a long time ago but apparently you didn't.

I wrote the above because I seriously feel sorry for you and as I said I hope you find the strength to let go.


~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ 
Eva sagði...
Please don't waste your energy feeling sorry for me, there is no need.  And please stop commenting on my site, it stinks... let me think, ohhh yes like a big loud fart.

Maybe I will use your advice and just delete these comments in a day or two. That way everything will be honkey dory again and I'm sure you'll have absolutly no problem letting it go :)

The last of your words published on my site, enjoy:

Your Facebook status: I can't believe how low some people would sink to win a race!!!

From your message to me:

We are two very different characters with two different personalities and we would probably never be friends but up until Sunday at least I fully respected you ... now unfortunately this has changed a little.

Here in this country you will probably have no problems competing again and probably also winning but your image will be “The Spitter” for a long time...

Takk Eva.

Vildi bara láta þig vita að fyrir mig er málið dautt núna. Það sem ég vildi út úr þvi var að reyna að útskýra aðeins betur fyrir þig afhverju xxxx var svona reið og ég held að þú skildi þetta kannski aðeins betur núna.

Annað:

bara að þú veist af þvi, það er hægt að eyða commentin á hlaup.com:

Á skjámyndinni Skeyti hefur verið bætt við valmöguleika "Athugasemdir frá félögum" (þar sem textinn INBOX er)
Smellið síðan á (red error to the right) og "Eyða comment".

kv. steffi

20. febrúar 2010 10:55 
~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ 
Eva sagði...
Það er ekki á þig logið, þrautseig ertu. Þegar ég bað þig um að hlífa mér við þínum kommentum þá var ég að meina svona yfir höfuð, ekki bara á þessari síðu. Ekki fyrr búin að læsa hér, þá treður þú þér óboðinni inn í Fésbókina mína, sem sendir kveðjurnar áfram í póstinn minn, sem sendir hana áfram í símann! Sæææællll... Er þetta nógu skýrt: Steffi, ekki skrifa á síðuna mína, ekki senda mér skilaboð í gegnum Facebook og svona bara til að dekka aðra möguleika, ekki senda póst, sms og ekki koma í heimsókn. Ég kæri mig ekki um ónauðsynleg samskipti, takk. Við eigum klárlega eftir að hittast og ég mun þá sýna þér sömu virðingu og kurteisi og öðrum mannverum. Ég ætla að prófa að gerast svo djörf að opna aftur fyrir comment, óþolandi að þurfa að loka á alla. Til að enda þetta á jækvæðum nótum, muwahahahaha... þá hefur þú veitt mér innblástur í næstu sögu sem ætla að skrifa en hún heitir The Spitter. Æsispennandi drama með plotti sem Stieg Larson hefði verið stoltur af...



17. feb. 2010

Fúla liðið

Alveg get ég orðið uppgefin á fúla liðinu.  Liðinu sem er fúlt yfir því ef eitthvað gott gerist hjá öðrum.  Núna er fúla liðið sem ekki tók gjaldeyrislán, fúlt yfir því að þeir sem eru búnir að vera vonlausir, hafi fengið smá von.  Það er ekki einu sinni víst að nokkur sleppi úr gryfjunni en samt sem áður þá er fúla liðið fúlt, bara til vonar og vara.  Það jafngildir persónulegri áras ef einhver annar fær eitthvað sem fúla liðið fær ekki, jafnvel þó fúla liðið tapi ekkert á því heldur.  Vann hann í lottóinu?  Jaaa, ég hef nú heyrt að hann hafí nú alltaf verið frekar glataður, heldur öruggleg framhjá konunni sinni og lemur börnin...  

Fúli múli, láttu mig alla veg í friði, ég vorkenni þér og nenni ekki að hlusta á vælið í þér!

16. feb. 2010

Nei takk!

Hvað er þetta, fáðu þér eina bollu mar... Mér finnast bollur ekkert góðar og ég ætla ekki að fara að borða bollur bara til þess að einhverjum bollum líði betur með það að gúffa í sig sínum bollum, með rjómann út á kinn.  Ekki sjéns.
Posted by Picasa

15. feb. 2010

Af hverju?

Ég hlustaði á fyrirlestur hjá fyrrum kennara mínum, Þorvaldi Þorsteinssyni, um daginn.  Hann talaði um hvað það hefði verið erfitt og þvingandi að vera alltaf góði strákurinn í gamla daga.  Það væri mikið frelsi fólgið í því að vera ólíkindatól, að vera listamaður sem mætti bara gera það sem honum sýndist.  Hann talaði líka um skrif og ég fann, eftir að hafa hlustað á hann að ég saknaði þess að skrifa, þó ég hafi ekki saknað þess að blogga.  En hjá mér er þetta einhvern veginn samhangandi, ég skrifa ekki mikið á blað.

Ég fékk þá hugmynd að byrja að skrifa upp á nýtt en á öðrum forsendum en áður.  Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að skrifa smásögu.  Eiginlega dæmisögu.  Hún er ekki fyrir viðkvæma og ég vara ykkur við, ég á eftir að setja hana inn hérna.   Kannski á morgun eða hinn.

Það er oft sagt í byrjun á amerískum dramaþáttum að 'persónur og atburðir í þessum þætti eiga sér engar fyrirmyndir í raunveruleikanum'.  Ég er ekki að segja það.  Ef þú heldur að þú sért fyrirmynd af sögupersónu, þá myndi ég skjóta á að það væru svona 99,9% líkur á að þú hefðir rétt fyrir þér.  Og ég nenni ekki að ræða það frekar.

Stöðugar framfarir

Ætlarðu undir 40 núna?  Ef ég heyri þetta einu sinni enn þá gubba ég (neiiihhh djók).  Ég vildi samt óska þess að fólk myndi hætta að spyrja mig.  Þetta er næstum því eins leiðinleg spurning eins og 'á ekki að koma með annað?'.  Fyrir mig er hluti af því að ná árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur, skilningur minn á því að góðir hlutir gerarst hægt, maður uppsker eins og maður sáir og njóttu leiðrarinnar, hún er það sem skiptir máli á endanum. 

Ef aðalmarkmið mitt væri að fara undir 40 a.s.a.p. þá myndi ég bara setja það í forgang, sleppa öðru og demba mér í það.  Ég þekki svo marga sem hafa gert það akkúrat þannig.  Tekið þetta með oforsi, náð einu svaka fínu hlaupi og hvað svo..., jú ná aldrei aftur sama dampi og lifa á fornri frægð, alltaf pínu svekktir með sjálfan sig.

Alveg eins og megrunarfólkið.  Það er ekkert mál að taka af sér 10/20/30 kíló í einhverju megrunarrugli.  Þegar ég þarf að taka af mér 1 kg þá sleppi ég kannski brauði í eina, tvær vikur og þá er kílóið farið og kemur ekkert aftur nema ég geri eitthvað í því að fá það til baka.

Þannig að, látið öllum illum látum.  Náið ofurárangri, einn, tveir og þrír.  Haldið áfram að meiðast, fitna, vera svekkt o.s.frv.  Ég er bara í allt öðrum pakka og hef engan áhuga á að þessum.

Loksins...

... þegar það kemur umfjöllun um langhlaup á RÚV (sem er alveg frábært n.b. og afrakstur þrotlausrar vinnu félaga minna) þá eru fyrstu þrír karlar og fyrstu TVÆR konurnar í hlaupinu lesnar upp.  Hversu pirrandi er það þegar maður er þriðja kona í mark!  Gömlu hjónin og tengdó voru ekki ánægð með þetta.

11. feb. 2010

BMI

Hvað er málið með fólk sem missir sig yfir niðurstöðum úr BMI útreikningum.  BMI er staðall sem byggir bara á einföldum útreikningi á hæð og þyngd.  Hann gefur vísbendingu um hvort fólk er spikfeitt, feitt, meðal, grannt eða horað.

Ég get alveg bilast á fólki sem vill ræða það út í hið óendanlega hvort að BMI staðallinn sé réttur eða ekki.  Hann er ekkert annað en hann er, einn stakur, ófullkomin, en vissulega hjálplegur í mörgum tilfellum til að gefa fólki vísbendingar um hvort það sé að komið út fyrir einhver skynsamleg mörk.  Hvort þú ert BMI 22 eða 29, það breytir þér á hverri stundu bara ekki nokkurn skapaðan hlut.  Þú er jafn feitur eða mjór og þú ert.  Að taka því sem persónulegri móðgun frá hjúkrunarfræðingi að þú sért utan marka í prófi sem þú biður um að fá að fara í er ALGJÖRLEGA ÚT Í HÖTT!

Álíka gáfulegt og að breyta bara stærðunum á fötunum til þess að láta sér líða betur.  Sama mussu lufsan en nú heitir hún L en ekki XL.

Döhhhh...

Pissar ekkert upp á mig

Segir maður það annars.  Ég á svo erfitt með að skilja fólk sem getur látið eitthvað fara í taugarnar á sér sem hefur í rauninni engin áhrif á þeirra líf, alla vega engin sem skiptir máli.  Ég á reyndar bara erfitt með pirrað fólk yfir höfuð, finnst það leiðinlegt.  Mér finnst aftur á móti mjög skemmtilegt fólk sem hefur sterkar skoðanir og er tilbúið að berjast fyrir þeim, á uppbyggilegan hátt n.b.

Ég hef lært það í gegnum íþróttirnar og lífið að það að hjálpa öðrum til að ná sínum besta árangri er besta leiðin til að ná góðum árangri sjálfur.  Um leið og maður fer að lifa í öfund og reynir að draga úr náunganum þá dregur maður úr sjálfum sér í leiðinni og kemst ekki lönd né strönd, plús að manni líður illa í leiðinni.

Það pissar sem sagt ekkert upp á mig ef einhver annar nær frábærum árangri, sama í hverju það er.  Ég samgleðst og nýt þess að vera nálægt 'winnerum' í lífi og starfi.  Þá kemst maður hreint og beint ekki hjá því að verða 'winner' sjálfur.

10. feb. 2010

Í annarri sjatteringu...


Um daginn fórum við Gabríel að versla saman.  Hann rak augun í jakkaföt á tilboði og vildi endilega máta.  Þau voru allt of stór á hann og við skellihlógum í mátunarklefanum af spegilmyndinni sem blasti við.  Allt í einu sagði Gabríel: 'Vá mamma nú sé ég það, við erum alveg eins!'.
Posted by Picasa

Teflon týpan

Það eru týpurnar sem taka aldrei við boltanum og leggja aldrei neitt af mörkum.  Finna alltaf einhverja leið til að koma sér undan verki.  Eins og teflon panna, ekkert festist.